« Í fjölmiðlafræðitíma í HA | Aðalsíða | Þorrablót á Raufarhöfn »

Föstudagur 4. febrúar 2005

Þorrablót á Raufarhöfn

Þá er ég á leið á þorrablót á Raufarhöfn, Fífa systir ætlar að koma úr Reykjavík og við ætlum að aka saman austur. Þetta verður feykiskemmtilegt og spennandi. Að öðru leyti er helginni ráðstafað í sumarbústaðnum við friðsæld og einhver samviskubit heima s.s. að bæra á sér í tiltekt og bókhald;-)

kl. |Tilveran

Álit (3)

Harpa:

Búa einhverjir á Raufarhöfn lengur? Mér sýndist annað hvert hús vera tómt þá ég vísiteraði þennan fæðingarstað minn í sumar, og helmingur þeirra fáu íbúa sem við börðum augum töluðu annarlegum tungum, flestir pólsku að ég hygg. Eins gott að þið Fífa systir mætið þarna svo þorrablótsgestum fjölgi duglega ;-)

Föstudagur 4. febrúar 2005 kl. 19:30

Guðný Hrund:

Jahérna. Það voru allavera 150 manns á þorrablótinu og rosa stuð. Aðeins 4 pólverjar eru eftir á Raufarhöfn og tala þrír þeirra íslensku. Vona að þú gefir þér betri tíma á Raufarhöfn næst þegar þú kemur, fáir þér kaffi á hreppsskrifstofunni og skoðir heimskautsgerðið.
Bestu kveðjur frá þínum heimabæ.
Guðný Hrund

Laugardagur 5. febrúar 2005 kl. 03:38

Harpa:

Guðný Hrund: Ég var nú bara að stríða henni Láru en ekki í rauninni að halda því fram að Raufarhöfn væri gjörsamlega í eyði. Mér finnst gaman að stríða Láru og skrifa þess vegna yfirleitt soldið kvikindislegar athugasemdir á bloggið hennar, fyrir hana eingöngu (enda held ég henni finnist líka doldið gaman að láta stríða sér og hún veit að það er ekki alvara á bak við þetta). Fjarri því að ég vilji níða Raufarhöfn, enda bjó ég þar fyrstu 7 ár ævinnar, auk þess sem langafi og langamma, Jón Einarsson og Pálína Laxdal, voru nokkurs konar landnemar þarna sem og ráku afi minn og amma búð ("Fríðubúð" eða "Bræðurnir Einarson") áratugum saman. Ég hef meira að segja saltað þarna síld með mömmu (frá hálfri tunnu og uppúr) þegar ég var smákrakki og man eftir áfallinu þegar síldin hvarf ... kom oft til Raufarhafnar því við fluttum ekki lengra en í Kelduhverfi.
Sem sagt: Kommentið var bara til að stríða Láru ;-)

Laugardagur 5. febrúar 2005 kl. 12:26

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.