« Kennarar í Al-Husseinia | Aðalsíða | Á leiðinni heim »

Föstudagur 11. mars 2005

Stórkostleg ferd til Jerash

Í dag fór ég til Gurrý sem ég kynntist í gegnum ljosmyndakeppni.is og verð hjá henni þar til ég fer heim. Hún býr í mjög fallegu húsi í Amman en ég verð hjá henni þar til ég fer heim. Í dag byrjuðum við á ljósmyndaferð sem var mjög skemmtileg og sjálfsagt hefur ekki verið síðra að sjá okkur príla, skríða, hallast og allt sem þarf til að taka góðar myndir. Síðan fórum við til Jerash ásamt Arami eiginmanni hennar og dótturinni Tamara. Þetta var frábær ferð, rústirnar gríðarlega tilkomumiklar og stærra svæði heldur en ég bjóst við. Við Gurrý tókum mikið af myndum svo við gætum búið til ferðasögu um svæðið býst ég við;-) Á morgun förum við til Madaba og Mt. Nebo sem eru mjög spennandi staðir þar sem ég hlakka til að sjá mósaíklist heimamanna.

kl. |Ferðalög

Álit (2)

Ja hérna, ég er eiginlega farin að óska þess ég væri með þér í þessari ferð.
Lán er að þú ert með myndavél, hlakka til að sjá afraksturinn.
Gangi þér vel sys

Laugardagur 12. mars 2005 kl. 14:29

Takk litla sys, það er alltaf gaman að ferðast um ókunnar slóðir með góðu fólki. Alltaf til í að ferðast með þér;-)

Sunnudagur 13. mars 2005 kl. 07:04

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.