« Samgönguáætlun | Aðalsíða | Jafnaðarmenn í atvinnurekstri »

Fimmtudagur 14. apríl 2005

Með rangar hendur

Í dag er fjallað um eign mína á léninu utn.is í Fréttablaðinu og í framhaldi af því hringdi starfsmaður utanríkisráðuneytisins í mig í gær og gekk frá samningi um að fá lénið til sín. Ég verð að segja að þó stundum hafi verið dálítið kómískt sem upp kom í tengslum við þetta lén þá er oftar sem ég hef haft alvarlegar áhyggjur af þessari öryggisglufu í íslensku utanríkisþjónustunni. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki treyst sjálfri mér og greinilega utanríkisráðuneytið líka sem hefur verið tiltölulega yfir þessu í meira en fjögur ár. Nauðsynlegt er að einhverjar reglur gildi um sölu og eignarhald á lénum þannig að mál sem þetta komi ekki upp án þess að hægt sé að bregðast við. Ég hefði getað neitað að láta ráðuneytið hafa lénið, ég hefði oft getað misbeitt upplýsingum sem mér bárust og hægt hefði verið að veikja þann trúnað sem þarf að ríkja í kringum utanríkisþjónustu Íslending. Þrátt fyrir að reyna að muna að lesa ekki þessi bréf þá er erfitt þegar mér berast yfirleitt um hundrað bréf daglega að byrja ekki að skanna næsta bréf áður en því var hætt, senda bréfið áfram til utanríkisráðuneytisins og eyða hjá mér. Mér finnst reyndar að ráðuneytið eigi að minnsta kosti að senda mér blóm fyrir alla þjónustuna undanfarin ár og trúnað í starfi;-)

Síðan er verulega óþægilegt að vera varaþingmaður stjórnarandstöðunnar og upplifa að ekki sé hægt að beita sér í ákveðnum málum þar sem trúnaðarbréf um viðkomandi mál hafa borist mér óviljandi. Þar með vita menn að ég hef eða gæti haft vitneskju um mál sem ég á ekki að hafa. Því er mikill léttir að þessu fari að linna.

kl. |Pólitík / UT

Álit (6)

Gott að þetta mál/lén sé komið í réttar hendur.
Það þarf því miður að treysta á heilindi þeirra sem eiga og sækja um lén þegar eina reglan sem gildir er "fyrstur kemur - fyrstur fær".

Fimmtudagur 14. apríl 2005 kl. 09:05

Það sem mér finnst fyndast í þessu er að málið hafi strandað lengi vel á kostnaðinum við að umskrá og flytja lénið...

Ég styð það svo sannarlega að þú fáir viðurkenningu fyrir vinnuna þína í utanríkisráðuneytinu.

Fimmtudagur 14. apríl 2005 kl. 09:21

Í það minnsta eitt stykki blómvönd :) en það þurfti fréttablaðið til að hreyfa við mönnum! Ég er svo aldeilis hissa!

Fimmtudagur 14. apríl 2005 kl. 16:08

Ólína Gunnlaugsdóttir:

Það er ekki skrítið að allskonar upplýsingar séu á sveimi í þjóðfélaginu, sem engin veit hvaðan koma. Hin og þessi lén um allt og ekki allir eins þagmælskir og þú, Lára.

Föstudagur 15. apríl 2005 kl. 10:49

Eitt er að hafa ákveðnar skoðanir í pólitík og annað mál er utanríkisráðuneyti Íslands og utanríkismál landsins. Fyrir því verður maður ævinlega að bera virðingu og sýna því trúnað að sprengja ekki slík mál inn í samfélagið. En ég tek undir það að auðvitað hefur það valdið mér verulegum áhyggjum að málinu hefur ekki verið lokað í rúm fjögur ár. Margt hefur gerst á þeim tíma og ótrúlega margt hefur borist mér sem ekki á að koma fyrir augu almennings.

Föstudagur 15. apríl 2005 kl. 14:58

Epi from Puerto Rico:

Hi Lara love!

I enjoyed looking at your photo. I'm sure you were wonderful. I would love to know more Icelandic words to understand :-)

Föstudagur 15. apríl 2005 kl. 23:01

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.