« Hrossagaukur á hreiđri | Ađalsíđa | Hjá Geimstofunni »

Þriðjudagur 14. júní 2005

Prósentutrikk og framlög til háskóla

Ég heyrđi í Ţorgerđi Katrínu menntamálaráđherra međan ég var ađ stússast af stađ í vinnuna í morgun ţar sem umrćđuefniđ var yfirlýsing rektors Viđskiptaháskólans á Bifröst um framlög ráđuneytisins til rannsókna á Íslandi. Greip ráđherrann til hins alkunna prósentuplats ţegar hún sagđi ađ framlög til háskóla á landsbyggđinni hefđu aukist um 60% án ţess ađ geta á hvađa tíma né heldur taka inn í máliđ ađ skólarnir hafa veriđ ađ byggjast upp frá grunni undanfarin ár. Ţví eru prósentusamanburđir viđ einhverja ađra auđvitađ ekkert nema blekkingarleikur. Orđrćđa um ađ menn verđi ađ ţola samkeppni eru síđan hefđbundnar klisjur Sjálfstćđismanna ţegar ţeir vilja ekki horfast í augu viđ eigin gerđir.


Háskóli Íslands hefur fengiđ ákveđin framlög til rannsókna og ekkert nema gott um ţađ ađ segja enda dettur engum í hug ađ minnka ţađ fjármagn ţar sem rannsóknarţörf á Íslandi gríđarleg. Hinsvegar međ aukinni háskólamenntun landsmanna til ađ svara kröfum nútímasmfélags má ekki gelda nýja háskóla svo ađ ţeir geti á engan hátt stađist undir ţeim vćntingum sem til ţeirra eru gerđar né heldur uppfyllt skyldur sínar sem uppfrćđarar háskólaborgara međ ţví ađ leggja ekki fram rannsóknarfé ţeim til handa. Samkeppni kemur ţessu máli hreint ekkert viđ, ţađ er fjármagn sem er umfram grunnframlög til rannsókna. Síđan má bćta viđ úr samkeppnissjóđum Rannís, evrópusjóđa og fleiri. Grunnurinn ţarf ađ vera klár.

Ţađ er leitt ađ sjá nýjan ráđherra bregđa fyrir sig prósentutrikki til ađ kasta ryki í augu landsmanna. Auđvitađ hafa framlög aukist til skóla á landsbyggđinni en hinsvegar ekki í nokkru samrćmi viđ ţörfina. Hér má ţví minna enn einu sinni á ađ menntunarstig okkar á landsbyggđinni er talsvert mun lćgra en menntunarstig höfuđborgarbúa. Fólkiđ okkar vill mennta sig og auka samkeppnishćfi sitt og umhverfisins međ ţví. En menntamálaráđherra vill ekki stuđla ađ ţví ađ háskólanám á landsbyggđinni aukist eins og eftirspurnin er, gera til dćmis Háskólanum á Akureyri kleift ađ komast í rekstrarlega hagkvćma stćrđ eins og hann getur ef hann gćti svarađ kalli ţeirra fjölmörgu á landsbyggđinni sem hann vilja sćkja bćđi frá svćđinu umhverfis Akureyri sem og í fjarnámi um landsbyggđina alla.

Prósentuaukning framlaga hefur hér ekkert ađ segja heldur ţarf ađ horfast í augu viđ raunveruleikann - líf og menntun allra ţeirra á landsbyggđinni sem vilja og ţurfa ađ komast í háskólanám án ţess ađ flytjast ađ heiman.

kl. |Pólitík

Liđinn er sá tími sem hćgt er ađ gefa sitt álit. Hafđu samband ef ţú vilt koma einhverju á framfćri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörđur
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift ađ vefdagbók Áskrift ađ vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.