« Gæludýrafanatík Íslendinga | Aðalsíða | Samfylkingarferð í Þórsmörk »

Föstudagur 26. ágúst 2005

Ekki svarar menntamálaráðherra

Ekki fæ ég ennþá svar frá menntamálaráðherra vegna fyrirspurnar minnar á Alþingi s.l. vor vegna launa við fjarkennslu. Enn byrjar kennsla á haustin og kjör kennara sem fjarkenna æði mikið önnur en þeirra sem kenna á gamla móðinn. Eitt er hvaða kaup þeir hafa sem er mismunandi frá skóla til skóla en annað snýr að öðrum kjörum s.s. starfsaldri, réttindum og þvíumlíku. Einhverra hluta vegna sér enginn um kjarasamninga þessa fólks og Kennarasamband Íslands hefur ekki samið fyrir þá. Almennir kjarasamningar gilda ekki og síðan launin frábrugðin heldur fer þetta alveg eftir hverjum skóla fyrir sig.


Nú er svosem spurning hvort fjarkennarar vilja yfir höfuð kjarasamninga heldur standa utan þeirra en þá má líta svo á að þeir hafi ekkert að gera í verkföll til að styðja við kjarabaráttu sem kemur þeim ekki við. Ekkert tillit er tekið til þeirra við kjarasamninga og þeir geta ekki gengið að neinum réttindum. Þeir eru ekki á verktakalaunum heldur launum sem koma frá ríkinu.

Það virðist því ekki vera Þorgerður Katrín ein sem hirðir ekki um að ræða þetta mál enginn virðist gera það. Þannig liggjum við í fortíðinni og tökum ekki tillit til breyttra kennsluhátta með dreif- og fjarkennslu í kjarasamningum og réttindum ríkisstarfsmanna.

Finnst engum þetta skrýtið nema mér?

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.