« Myndablogg | Aðalsíða | Ekki svarar menntamálaráðherra »

Þriðjudagur 23. ágúst 2005

Gæludýrafanatík Íslendinga

Mikið óskaplega er ég orðin þreytt á hundareglum sem fela í sér að alls staðar á að vera með hund í bandi. Nema á sérstökum hundasvæðum sem eru frábær en allt of fá. Jafnvel í sveitum eru komnar stríðsreglur um hunda og ketti. Svo má ekki halda hænur í bæjum. Íslendingar eru að verða svo miklar pjattrófur að það er enginn endir á því. Svo gengur þetta ekki alveg upp heldur. Hrútar og naut geta gengið laus á ákveðnum túnum en ekki hundar og kettir. Lömb geta sprottið upp við þjóðvegi en ekki kettir. Sumarbústaðir eru taldri mengast mjög af hundum svo ekki er hægt að leigja sér bústað nokkurs staðar. Hundaofnæmi er nánast óþekkt. Svo eru ekki það margir með kattarofnæmi að ekki sé hægt að hafa eins og einn bústað þar sem má vera með kött. Hvað skemmdir varðar þá er ég viss um að krakkar og fullorðið fólk skemmir meira en hundar og kettir. Eigendurnir geta alveg borgað skaðann eins og þegar þeir brjóta disk eða hrinda niður sjónvörpum eða hverju þeir taka uppá. Það er mikilvægur þáttur í lífi fólks að hafa gæludýr og mig langar í hænur. Þessar reglur hafa leitt til þess að fólk farið að vera hrætt við dýr sem mér þykir ógnvænleg þróun.

kl. |Pólitík / Tilveran

Álit (5)

Ég get tekið undir þetta. Reglur um hunda- og kattahald í sveitum!! Þetta minnir óneitanlega á stefnuskrá O-flokksins, (sprellframboð í kringum 1970) en það eina sem ég man frá því framboði var að þeir vildu banna hundahald í sveitum.
Kveðja,
Ragnar.

Miðvikudagur 24. ágúst 2005 kl. 10:41

Þetta er nú partur af þessari ofstjórnun sem virðist vera að taka allt yfir. Banna allt til að forðast árekstra milli manna í stað þess að láta fólk gjalda þess ef það getur ekki höndlað sambúð við aðra.

Miðvikudagur 24. ágúst 2005 kl. 18:53

Ætli fólk læri þá nokkur samskipti yfirhöfuð? Mér finnst eitthvað að þessi vestræni heimur sé að sigla í ofurstjórn, og skrítið reglugerðarverk. Það er nefninlega hægt að missa sig í lögum og reglum og þar af leiðandi setja allt of margt í spennitreyju. Þarf að hugsa þetta aðeins lengra...

Fimmtudagur 25. ágúst 2005 kl. 09:14

Já tek heilshugar undir þetta og ég vil líka fá að eiga hænur ef mér sýnist svo. Skiljanlega má maður kannski ekki eiga hana inn í miðjum bæ en hænur gala ekki.
Kveðja
Ein á bloggrápi og kom frá Hörpu sem situr undir ámæli á Barnalandi

Föstudagur 26. ágúst 2005 kl. 15:19

Döh eins og það heyrist ekki meira í bílum, fólki og kirkjuklukkum en hönum!

Ljótt að einhver er vondur við Hörpu í Barnalandi.

Sunnudagur 28. ágúst 2005 kl. 16:32

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.