« 42 | Aðalsíða | Pólski sveppaþurrkarinn »

Föstudagur 19. ágúst 2005

Sprengjur í Jórdaníu - frelsi ferðalangans

Nú bombardera menn í Jórdaníu í Aqaba, ég var stödd þar rétt hjá í mars þegar ég fór til Petra sem er eitt af sjö undrum veraldar. Svo virðist sem aukning hryðjuverka verði um allan heim og greinilega verið að nota rangar leiðir til að komast fyrir þau. Ég heyrði í Gurrý vinkonu minni í Amman en þetta breytir greinilega miklu fyrir þau. Epi vinkona mín í Puerto Rico er á leið til Jórdaníu í byrjun september að halda áfram Kidlink vinnunni og þetta auðveldar henni ekki ferðalagið. En við verðum að halda áfram að halda frelsi okkar til að ferðast, staðan er líklega að verða sú að maður getur orðið fyrir sprengju hvort sem er í London, smábæ í Jórdaníu eða New York. Menn virðast venjast hverju sem er og smám saman verður þetta allt líklega bara hluti hversdagsins ef enginn finnur leið til að leysa málin á annan hátt. Hvað sem öðru viðkemur megum við ekki einangrast og þora ekki að fara neitt vegna þessara mála þá höfum við gefið frá okkur mikil borgararéttindi.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.