« Hættulegur ótti | Aðalsíða | Sprengjur í Jórdaníu - frelsi ferðalangans »

Fimmtudagur 18. ágúst 2005

42

Nú eru aldeilis tíðindin, ég er búin að vera að borða af mér þykktina eftir ráðgjöf frá dönsku viktarráðgjöfunum (bráðsnjallt fyrirbæri sem virkar). Afleiðingarnar eru um 23 smérlíkisstykki, eða um 11,5 kíló sem er svosem ágætt. Hitt er hinsvegar ennþá merkilegra að ég kemst í buxur númer 42 og þær passa. Ekkert er flottara en buxur númer 42 og spurning hvort ég á ekki bara að hætta þessu og halda mig þar;-)

kl. |Tilveran

Álit (7)

Merkilegt: Ég hef einmitt keypt einar eða tvennar buxur í nr. 42, síðan 10% aðalkílóin settust á mig. Mér finnst þetta mjög sexí númer!

Fimmtudagur 18. ágúst 2005 kl. 18:17

Þú ert hetja sys. Frábær árangur !!!

Föstudagur 19. ágúst 2005 kl. 00:10

Sigh, mér hefur fundist ég svo mjó að ég þyrfti ekkert að léttast meira. Svo ég fór og las mér til, ef ég trúi þessum BMI stuðli þá þarf ég að léttast um 15-20 kíló í viðbót. Því er ekkert að gera annað en bretta upp ermar, svo ég fann gamlar buxur af mér sem eru af minni mér og er aftur orðin feit af því þær eru svo þröngar. Er að reyna að koma fötunum af stærri mér í burtu úr húsinu eða láta breyta þeim og síðan er bara að sjá til hvernig mér gengur.

Föstudagur 19. ágúst 2005 kl. 11:22

Alla:

Mikið lifandis ósköp ertu dugleg, gæzkan. Stolt af þér!

Föstudagur 19. ágúst 2005 kl. 19:56

Gjörsamlega "urlaðist" úr hlátri yfir ofangreindu "commenti" þínu sys. Þú manst að allt er best í hófi, líka fitutap

Föstudagur 19. ágúst 2005 kl. 23:13

Já sys, ótrúlega margir eru að benda mér á að fitutap sé best í hófi, "aðeins meir" sé mátulegt án þess að ég átti mig á hversu mikið "aðeins" sé í kílóum. Svo ég held bara áfram og tek fimm kíló í einu. Ég er allavega sannfærð um að ég þurfi að missa meira.

Mánudagur 22. ágúst 2005 kl. 09:01

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.