« Takk Davíð | Aðalsíða | Kristján Þór á framabraut? »

Fimmtudagur 8. september 2005

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar

16.-17 . september n.k. verður kvennahreyfing Samfylkingarinnar stofnuð í Hveragerði. Ég hef fengið þá spurningu aftur og aftur hvers vegna það þurfi eitthvað sérstakt fyrir konur hvort þær eigi ekki bara að vera með öðrum og jafnrétti eigi að ríkja. Auðvitað, en vandinn er að það gerir það bara ekki. Ósýnilegir veggir, þök og hindranir eru við mörg fótmálin og talsvert fleiri úti á landi en í höfuðborginni eftir minni reynslu að dæma, allavega hér á Akureyri.


Nærtækt er að grípa til augljósra tölulegra staðreynda eins og þær birtust í skýrslu Hagstofu Íslands Konur og karlar 2004 en við lestur hennar var ég miður mín í langan tíma. Síðan er ég búin að fylgjast með umhverfinu betur þar sem mér fannst ég hafa verið sofandi á verðinum. Svo sannarlega fór ég að rekast á fleiri dæmi hér í samfélaginu fyrir utan áskrift bæjarstjórnar að jafnréttisákærum. Karlar eru í miklum meirihluta við allar ákvarðanir og stjórnun fyrirtækja. Á fundum er nánast undantekning ef kona tekur til máls, en ekki má gleyma að stundum eru fundir og fyrirbæri puntuð konum en fljótlega verður nokkuð ljóst að þær hafa ekki sömu stöðu og karlarnir.

Ég rekst líka á þetta í mínu starfsumhverfi á fjölbreyttum vettvangi en samt sem áður er enginn til í að samþykkja að það sé ekki jafnrétti. Málin "æxluðust" bara alltaf svona. Eða þá að menn eru þess fullvissir að karlarnir hafi alltaf verið betri.

Við konur þurfum að finna þann kraft sem endurspeglaðist í kvennafrídeginum þar sem við fundum svo vel hvers við vorum megnugar og bera hann inn í hversdaginn hvar sem við erum staddar. Fyrst og fremst þurfum við að styðja hver aðra til að ná árangri og vera til reiðu þegar á þarf að halda.

Því fagna ég því að fá tækifæri til að sitja fund með konum í Samfylkingunni og eiga von á því að meðal þeirra verði öflugur starfsvettvangur innan flokksins. Samfylkingin hefur verið öflugur talsmaður fyrir réttindum og stöðu kvenna og því fagnaðarefni að sá vettvangur er sérstaklega styrktur í starfi flokksins.

kl. |Pólitík

Álit (4)

Gangi ykkur vel, dáist að framtaki ykkar!
Ég er líka sammála með að konur utan Reykjavíkur hafa ennþá meiri ósýnilega veggi að kljást við.

Fimmtudagur 8. september 2005 kl. 16:31

Það er munur á jöfnum rétti og jafnri stöðu. Staða mismunandi hópa getur verið mjög ólík þó þeir hafi báðir sömu réttindi. Tölulegar staðreyndir lýsa stöðu en koma hinu ekki nema óbeint við.

Bara svona smá hártoganir. :-)

Það er samt tilgangur með þeim hjá mér, en ég er semsagt forvitinn hvort samfylkingarkonur telji að enn sé innbyggt ójafnrétti í íslenskum lögum og reglugerðum? Eða eruð þið í raun fyrst og fremst að leita eftir auknum jöfnuði, sem snýst þá meira um að breyta viðhorfum og venjum samfélagsins?

Bara svona svo það sé á hreinu, þá tel ég að það aukinn jöfnuður væri að flestu leyti eftirsóknarverður. Ég er bara svona að velta þessu fyrir mér.

Fimmtudagur 8. september 2005 kl. 17:17

Auðvitað er stór hluti viðhorf og venjur Bjarni Rúnar það er hárrétt hjá þér. Hvernig best er að fást við þann þátt er auðvitað bara vinna og aftur vinna og gleyma sér aldrei.

Hvað varðar lög og reglugerðir þá eru jú til lög en ekki eftir þeim farið og viðurlög óskýr. Til dæmis má nefna jafnréttisstefnu opinberra stofnana og fyrirtækja s.s. ráðuneyta. Þá er spurningin á sama tíma hvort þurfi að endurskoða jafnréttislögin til að tryggja betur að þau séu það gegnsæ að menn geti ekki farið á svig við þau.

Fimmtudagur 8. september 2005 kl. 17:37

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.