« Emilía er týnd:-( | Aðalsíða | Fann Emilíu!!! »

Þriðjudagur 13. september 2005

Veðurteppt:-(

Nú er ég veðurteppt á Akureyri ekkert búið að fljúga síðan í gær um hádegi. Ég ætlaði að vera snemma á ferðinni en svona fer þetta stundum, ísing í lofti segir veðurstofan og líklega ekki gott að koma eins og grýlukerti í höfuðstaðinn. Ég ætlaði að sýna efni í Menntaskólanum við Hamrahlíð áður en ég leggði fyrir símenntunargreiningu sem síðan verður notuð til að skipuleggja símenntun fyrir kennara í framhaldinu. Alltaf best að bjóða uppá það sem menn hafa áhuga á að læra þannig nýtist það best. Ida Semey hljóp undir bagga með mér sú frábæra kona og ætlar að leggja könnunina fyrir og sýna smávegis áður. Það er einstakt að vinna í MH þar eru allir mér hjálplegir og þar er alltaf svo vel á móti manni tekið svo ég mun sakna þeirra í dag:-(

kl. |Ferðalög

Álit (15)

Það er svo leiðinlegt að vera veðurteppt. Verstar eru þó "athuganirnar" ...

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 10:43

Einar:

Blessuð Lára

Þín var sárt saknað á kennarafundi áðan. Við vorum að fara í gegnum könnunina þína og vorum ferlega margir sem áttuðum okkur á því að við kunnum bara akkúrat ekki og bráðvantar þekkingu á þvi hvernig við getum notfært okkur mikið af þeim forritum sem þú nefnir í könnuninni. Við erum allir að vilja gerðir að notafæra okkur þessa tækni en vantar algerlega þá grunnþekkingu sem þarf að vera til staðar til að komast af stað. Hvað gerum við í því?

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 12:05

Saknaði ykkar líka!!! Ég vinn úr könnuninni og geri í framhaldi af henni símenntunaráætlun fyrir starfsmenn. Þannig verður boðið upp á námskeið, örstutt og stutt, fjarnám, kynningar og leiðbeiningar sem eru í samræmi við óskirnar. Svo manstu að þú getur alltaf leitað til mín ef eitthvað er, ég er jú í vinnu við það hjá MH;-)

Síminn, tölvupósturinn, og hvað sem er og síðan kem ég alltaf í skólann líka;-)

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 12:50

Sammála Harpa, maður einhvernveginn getur ekki einbeitt sér því kannski er flug eftir rúman klukkutíma. Verst var þó að bíða á flugvellinum í Færeyjum í þrjá daga fyrir nokkrum árum. Allt annað er hjóm eitt miðað við hvernig það var!

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 12:51

Þú ætlar þó ekki að segja mér að Einar (bró) og hinir Emm-Háingarnir eigi að sitja undir Hexíu-áróðri? Gat ekki stillt mig um að spyrja enda er ég veik heima (þótt viðri svo sem þokkalega á minni leið í vinnuna, reyndar verð ég að skjáskjóta mér milli gulra og illilegra vinnuvéla sem mér sýnist vera að slétta götuna í X-ta sinn).

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 15:13

Baaah, er þetta bróðir þinn!!! Ég mun leggja alla áherslu á að spilla honum eins og mér er mögulegt!!! Hann getur vænst eiginlega of mikillar þjónustu sýnist mér því ekkert væri skemmtilegra en að Hexia spilla fjölskyldunni þinni;-)

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 15:35

Hehe! Þessi útsmogna ætt sem rekur rætur sínar til Ragnars og Laugu hefur kennara út um allt!! Muhahaha!!!

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 15:56

Hún hefur agenta í að ala upp íslenskan ungdóm langt út yfir allt sem skynsamlegt mætti teljast. Er einhver innræting í þessu hjá ykkur í þessari ætti? Í minni eru yfirleitt bisnismenn sem eru að gera misstóra díla en alltaf einhverja. Ég er dálítið öðruvísi enda sagðist hún frænka mín að hún hefði ekki getað horft framan í nokkurn mann ef ég hefði komist á þing fyrir Samfylkinguna. Í þeirri fjölskyldu eru menn bara í Sjálfstæðisflokknum. Gott að ég gerði henni ekki skömm til;-)

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 16:02

Einar:

Komst upp um mig. Nei en að öllu gamni slepptu þá helg ég að aðferðin: "kveikja á helv tölvunni og hamast þangað til settu marki er náð" sé stundum ekki nógu pró. En er ekki best að læra þetta - hef heyrt því fleygt en sel það ekki dýrara en ég keypti það að framsetningarkunnátta kennara á námsefni og geta til að tileinka sér nútíma samskiptatækni í kennslu komi til með að vega þungt í niðurröðun í flokka samkvæmt nýja launakerfinu. En gott að heyra að náskeið séu framundan. Það er sitthvað sem ég þarf að tileinka mér.

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 16:06

Það verður spennandi að vinna úr niðurstöðunum í MH mér sýnist að það geti orðið ágætis gagnagrunnur sem ég fæ að setja upp. Allavega fæ ég að bretta upp ermar;-)

Og Einar minn ég get alveg sagt þér það að ef að þú sannfærðist um að Hexia bloggarnir væru íðilfagurt mál mun það verða slík nautn að fátt gæti gert mér meiri glaðan dag. Þá neyðist hún systir þín til að skoða málið betur - sem ég held að hún ætti nú að gera. En nú fæ ég líklega ræðuna um að hún sé búin að prófa það og þetta sé drasl;-) Við erum svo voðalega óssamála um þetta stelpurnar.

Og gefum hvorug eftir;-)

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 16:14

Nei, elsku Láran mín, ég hef aldrei PRÓFAÐ Hexíu ... bara reynt að stauta mig fram úr notendaleiðbeiningum og skoðað blogg sem eru soðin saman í þeim nornapotti: Líst ekki á 'ðau!

Kann að vera að í FFÍ ætli menn að greiða laun eftir því hvort kennari notar netheima- eða kjötheimaaðferðir. Ég ætla að leggja til að við hér í FVA greiðum laun eftir línudansaþekkingu kennara, sem mun koma sér jafn vel og hið fyrrtalda, eða eftir því hvort kennari á jeppa eða ómerkilegan fólksbíl (en þar stend ég talsvert höllum fæti meðan Einar stendur báðum fótum í etu).

Þér til upplýsingar Lára mín hefur þessi ætt með hreinræktuðu kennaragenin komið sér fyrir hringinn í kringum landið, hreiðrað um sig í svörtustu Afríku og, ef allt annað klikkar, mægst hreinræktuðum kennaraættum á landsbyggðinni. Þannig að þú ert hvergi óhult!

Sjálf er ég svo lukkuleg að önnur ættin, sem að mér stendur, eru hreinræktaðir Sjálfstæðismenn, hin ættin ferlega til vinstri og afi sveiflaðist alveg yfir í stalínisma. Þess vegna er ég pólitískt viðrini og kýs aðallega lista eftir því hversu vel mér líst á andlitin á fólkinu. Afar þægilegt viðhorf sem ég mæli alveg með.

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 16:30

Þú ert víst ekki lengur veðurteppt, rúsínan mín? Við getum lagt Hexíu-umræðunni þangað til í næsta hvassviðri ;)

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 19:29

Ef þið stöllur hefðuð aðsetur hér í Vatnsmýrinni í Þurrabúðinni svokölluðu þá mynduð þið ekki tala um annað en Hexíu (de trix...)
Hér er alltaf nægur vindur til að koma skemmtilegri umræðu af stað ;)

Þriðjudagur 13. september 2005 kl. 20:43

Munur eða á hinum veðursæla Skipaskaga þar sem bærist varla hár á höfði í verstu veðrum!

Miðvikudagur 14. september 2005 kl. 09:43

Það var byrjað að fljúga um leið og ég hafði ekki gagn af flugsamgöngum lengur. Næst þarf ég flug á föstudaginn og þá er bara að sjá hvernig það gengur;-)

Ég þarf hinsvegar greinilega að finna mér fleiri Hexia.net umræðuefni;-)

Miðvikudagur 14. september 2005 kl. 11:04

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.