« Prófkjöri lokið | Aðalsíða | Sprengt í Amman »

Miðvikudagur 9. nóvember 2005

Jöfnuður - sumir jafnari en aðrir?

Jöfnuður er hugtak sem ég er ekki viss um að menn skilji lengur vegna kappsemi við að eignast peninga - mikla peninga. "Þú verður bara að borga það sem það kostar" er viðkvæðið og smá saman hefur dregið úr jöfnuði Íslendinga. Sú hugsun að jafna milli manna þannig að hver Íslendingur geti lifað með reisn og ákveðnu stolti virðist á undanhaldi þrátt fyrir að menn geti leikið sér með jafnrétti og jöfnuð í orðræðu þá eru þessi hugtök að verða marklaus.


Ný samskiptatækni átti að efla jöfnuð og aðgengi manna að upplýsingum, atvinnu og námi. Þrátt fyrir að allt sé fyrir hendi gengur fólki frekar illa að beina hugsun sinni inn í þann farveg og skapa vinnuvenjur sínar þannig að allir hafi aðgengi að upplýsingum og valdi.

Nefndir Alþingis eru eitt dæmi, þær boða menn á sinn fund, stundum afar stutt 10-15 mínútur. Fyrir marga utan af landi þýðir þetta töluverðan kostnað og ferðalög sem taka jafnvel yfir tvo vinnudaga. Símafundir eða fjarfundir virðast ekki valkostur og fyrir vikið verða fámenn sveitarfélög sem senda þurfa fulltrúa til ráðamanna að nota talsverðan hluta ráðstöfunartekna sinna til að fulltrúarnir geti mætt á fundi í ráðuneytum, hjá stofnunum og fyrir nefndir Alþingis.

Í opinberri stjórnsýslu landsins, sem er nánast allri fyrirkomið í Reykjavík er lítið gert ráð fyrir kostnaði við að sækja þjónustuna, fátt er gert til að auðvelda aðgengi og möguleika manna til að hafa áhrif.

Fyrir vikið eru menn úti á landi ekki með í ákvarðanatöku, þeir verða minna "jafnir" og þeir sem búa nálægt valdinu verða verulega jafnari en aðrir. Jöfnuður í íslensku samfélagi er á hröðu undanhaldi.

kl. |Pólitík

Álit (1)

Get ekki verið meir sammála þér Lára! Lenti í svona umsagnarhóp og er líklegast að vinna með öðrum. Ýktasta útgáfan er þessi: Menn boðaðir á mánudegi, beðið í þinghúsi fram eftir degi en þá kemur í ljós að þú átt að koma daginn eftir. Kemur á réttum tíma. bíður 1 klst. og færð 10 mín, áheyrn.
Nú skulum við einsetja okkur að skrifa forsætisnefnd Alþingis og þingmönnum okkar og fá þessu breytt. Símafundir eru fullgildir.
GÍsli Baldvinsson

Fimmtudagur 10. nóvember 2005 kl. 10:48

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.