« Talblogg | Aðalsíða | Hafa konur ekkert að segja? »

Mánudagur 12. desember 2005

Skáldaþurs

Þá veit ég loksins hvað ég er;-)

Skáldajötunn

Þú ert nýjungagjarn, tilfinningaríkur innipúki.
Skáldajötunninn er svo opinn fyrir nýjungum á sviði lista og menningar að honum tekst að sjá list út úr óbreyttri skranhrúgu eða einmana slettu á striga. Skáldajötunninn tekur til í herberginu sínu og kallar það listrænan gjörning. Hann er mjög líklega með óskrifaða skáldsögu í hausnum eða óútgefna bók í skrifborðsskúffunni, þ.e. ef hann hefur ekki þegar fengið bók sína útgefna.

Skáldajötunninn lifir fyrir listina og myndi frekar kaupa blek fyrir fjaðurstafinn sinn heldur en brauðhleif þótt hann hefði farið án matar svo dögum skipti. Hann unir sér vel einn með eigin hyldjúpu hugsunum.

Hvaða tröll ert þú?

kl. |Tilveran

Álit (2)

Jón Ingi:

Kaffihúsaspekingströll
Þú ert vanafastur, yfirvegaður innipúki.
Kaffihúsaspekingar eyða minni tíma á kaffihúsum en viðurnefni þeirra gefur til kynna. Þeir drekka ekki einu sinni allir kaffi. Þeir eru ekki einu sinni allir spakir. Af hverju kallast þeir þá kaffihúsaspekingar? Svarið er einfalt. Speki þeirra minnir oft á kaffi latte. Hún er froðukennd. Kaffihúsaspekingurinn nýtur sín best í góðra vina hópi og stundum segir hann eitthvað gáfulegt - þótt það sé ekki nema bara út af því að hann talar svo mikið.

Mánudagur 12. desember 2005 kl. 20:29

Heh, þessi var góður;-)

Þriðjudagur 13. desember 2005 kl. 13:35

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.