« Konur í flokki sjálfstæðis | Aðalsíða | Veðurstúlkan »

Þriðjudagur 17. janúar 2006

Fáar Sjálfstæðiskonur þora á Akureyri

Því miður voru það fáar konur sem buðu sig fram í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Akureyri einungis 6 af 20 manns sem býður sig fram. Það er greinilega ekki auðvelt að vera kona í Sjálfstæðisflokknum og verður ekki auðvelt fyrir þær í prófkjörinu. Nú er bara að sjá hvort Akureyringar feta í fótspor Garðbæinga og spreða ekki atkvæði sínu á konur. Þó eru þarna gríðarlega sterkar konur í pólitík. Sigrún hefur verið dugnaðarforkur á kjörtímabillinu, Elín Margrét hefur einnig verið mjög virk og ekki verður af henni Oktavíu skafið að hún er dugleg í pólitík og vinnusöm. Þarna eru líka karlar sem eru vel frambærilegir svo nú er að sjá hvernig þeim gengur. Nú er spurningin hvort karlarnir sem kjósa í prófkjörinu (það eru nefninlega miklu fleiri karlar en konur í Sjálfstæðisflokknum) velji konurnar sínar eða fleygi þeim út eins og kollegar þeirra í Garðabæ.

kl. |Pólitík

Álit (7)

Þetta er ótrúleg stífni hjá Sjallanum að geta ekki hugsað sér kynjareglu. Hjá Samfylkingunni á Akureyri var það karl sem græddi á slíkri reglu. Annar karl hefur bæst í karlahópinn á Akureyri sem vill bæði vera með axlabönd og belti, þ.e. Sigbjörn Gunnarsson. Við munum því upplifa þrjá bæjarstjóra ef Sjálfstæðismenn halda völdum.
gislib

Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 20:22

Sem mikill áhugamaður um þátttöku kvenna í stjórnmálum vil ég bara hvetja kynsystur mínar hjá Sjálfstæðisflokknum af öllum mætti. Það skiptir miklu máli að við konur látum pólitík skipta máli!

Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 20:26

Ætli þeir séu ekki meðvitaðir um að kjósa konur núna, enda er þetta vandræðaleg staða fyrir þá í Garðabæ. En vinnusemin í Oktavíu? Á síðustu "önn" var mætingareinkunnin á bæjarmálafundi líkari lötum fjórðubekking en dugnaðarforki.
En það er satt, Sjálfstæðisflokkurinn versnar a.m.k. ekki með því að fá fleiri konur til liðs við sig.

Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 20:48

Heh já síðasta önn var frekar döpur í mætingunni hjá henni blessaðri. Ætli það hafi verið þess vegna sem hún skipti um skóla?

Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 21:23

Já, mér finnst einkar einkennilegt að sjálfstæðismenn í Garðabæ hafi ákveðið að sniðganga kvenmenn í prófkjörinu.

Það er hættulegt samfélaginu ef að hagur kvenna skerðist í pólitík.

Að Sjálfstæðismenn eigi aðeins sex konur af tuttugu, sem viljugar eru til prófkjörs á Akureyri, hlýtur að segja eitthvað um vinnubrögð í innstu herbergjum flokksins. En eftir afhroð kvenna í Garðabæ, hljóta sjálfstæðiskonur að flykkjast í prófkjörið til að kjósa kynsystur sínar hér fyrir norðan!!

kv.
Svenni

Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 22:55

Það skyldi maður halda enda yrði það mikil skömm fyrir þá ef þeim gengur ekki vel. Þarna eru konur með mikla reynslu af pólitík sem ætti að ganga vel nema einungis ef kynjafordómar Sjálfstæðisflokksins eru fyrir þeim.

Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 23:39

Jon Ingi:

Þetta er dapurt hjá Sjöllunum. 30% frambjóðenda konur. Mér þykir hæpið að sjallarnir hossi flóttamönnum úr öðrum flokkum. Fólk sem mætir og ætlar að maka krókinn á vinnu annarra eru sjaldan vinsælt. Ekki er hægt að halda því fram að þar séu sigurvegarar mættir til leiks...miklu frekar looserar. Ég skil því vel áhyggjur sjallanna hér í bæ...þeir óttast skandal í sinni kosningu og vafalaust ekki að ástæðulausu.

Miðvikudagur 18. janúar 2006 kl. 14:13

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.