« Morgunblaðið orðið útlenskt sjónvarp? | Aðalsíða | Fáar Sjálfstæðiskonur þora á Akureyri »

Mánudagur 16. janúar 2006

Konur í flokki sjálfstæðis

Óttalegt er að sjá þetta hjá Sjálfstæðismönnunum í Garðabæ. Mig minnti endilega að menntamálaráðherrann hefði verið að tala um "félagslegan þroska" og hennar menn þyrftu ekki neinar "girðingar" o.s.frv. Ógirta túnið í Garðabænum verður erfitt til smölunar í vor þegar búið er að hafna konunum. Nú er bara að sjá hvort hér á Akureyri verði vösk sveit kvenna sem þyrpist í prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum. Eða verður strokukindin okkar úr Samfylkingunni kannski ein fárra? Kannski er bara gustukaverk að senda eina sem þorir í prófkjör?

Í dag var síðasti dagurinn til að skrá sig til prófkjörs og á morgun hljótum við að fá að vita hverjir buðu sig fram. Allavega var ekkert að sjá á hinum hljóða og prúða islendingur.is rétt í þessu. Hlakka til að sjá kynjahlutfallið í framboði.

kl. |Pólitík

Álit (4)

Valgerður:

Ákvað nú barasta að skrifa hérna efst:o) Varð bara að segja að þetta er rosa flott mynd af þér hérna - eða öllu heldur: þú ert rosa flott á myndinni! Ég er til í kaffihúsaferð. Kær kveðja Valgerður

Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 00:47

Flott hringdu þegar þú hefur tíma!

Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 08:53

Já,þetta er svakalega hallærislegt hjá Garðbæingum en svona er þetta oftast, konur tapa stórt í prófkjörum. Við í Framsókn sjáum við þessu, það verður að vera kona í 1. eða 2. sæti sama hvernig prófkjörið fer. En það verður náttúrulega óánægja ef Anna myndi verða í minna en 2. sæti en ég á nú ekki von á því. Hún er mjög frambærileg eins og allir sem bjóða sig fram í fyrsta sætir fyrir framsókn í reykjavík, Björn Ingi, Anna og Óskar.

Annars grunar mann að þú sért að fara í framboð, með þessa gullfallegu mynd af þér:-) Hvað er orðið af virðulega kennaranum sem var á mínum aldri? Vona alla vega að þú komist inn á þing næst.

Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 11:59

Við vorum líka með kynjareglur og þurftum reyndar að kynjajafna karli í fjórða sæti.

Myndin er til að skreyta framboðslistann alveg rétt en í ellefta sæti - baráttusætið (það eru 11 í bæjarstjórn hérna;-) Nei ég er bara með í sveitarstjórnarmálunum og hlakka til að taka þátt í baráttunni.

Það sést á andlitinu á manni þegar maður tekur af sér 20 kíló en mikið ætla ég að eiga erfitt með þessi fimm sem eru eftir. Ætla aldrei að koma mér áfram með þau:-(

Þriðjudagur 17. janúar 2006 kl. 12:04

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.