« Sakamál sem þarf ekki að kanna | Aðalsíða | Hrísey, perla Eyjafjarðar »

Laugardagur 28. janúar 2006

Óvænt úrslit VG á Akureyri

Það voru óvænt útslit í prófkjöri VG á Akureyri í dag. Valgerður Bjarnadóttir sem hefur verið í fyrsta sæti beið óvænt lægri hlut fyrir Baldvin H. Sigurðssyni. Baldvin hefur ekki verið virkur þátttakandi í stjórnmálum hér á Akureyri en Valgerður aftur á móti verið fyrsti bæjarfulltrúi flokksins á yfirstandandi kjörtímabili. Sérstakt var að í fréttatilkynningu frá prófkjörsnefnd er skrifað "ekki er vitað hvort allir vilja það sæti sem þeim er boðið". Fyrir það fyrsta er niðurstaða í prófkjöri varla boð heldur niðurstaða lýðræðislegrar kosningar og síðan er dálítið sérstakt að eiga von á því að fólk taki ekki sín sæti.


Valgerður lendir í öðru sæti í prófkjörinu, Dýrleif Skjóldal því þriðja og Kristín Sigfússdóttir því fjórða. Þar með er augljóst samkvæmt prófkjörsreglunum að Kristín mun færast niður um sæti vegna kynjareglna og Jón Erlendsson núverandi varabæjarfulltrúi upp um sæti. Síðasta sætið tekur síðan Lilja Guðmundsdóttir.

Eðlilegt er að gefa niðurstöður miðað við þær reglur sem eru í prófkjörinu en ekki með þessum fyrirvörum þ.e. að fólk taki sætið og að taka kynjareglurnar ekki inn. Er með þessu verið að gefa til kynna að einhverjir vilji ekki hlíta niðurstöðu prófkjörsins?

Mér þótti einnig sérstakt í prófkjöri VG að þar þurftu menn að greiða 1.500 krónur til að geta kosið eða félagsgjaldið í flokkinn. En kannski er það skynsamlegt til þess að standa undir þeim kostnaði sem er óneitanlega af prófkjöri.

Síðan er spurning hversu margir gengu í flokkinn til að taka þátt í prófkjörinu, hvað hver fékk af atkvæðum, sem undarlegt nokk kemur ekki fram. Var mjótt á munum þarna? Hversu margir kusu? Það er áhugavert að vita hver kosningaþátttakan var. En þetta hlýtur allt að koma í ljós þegar nánari upplýsingar fara að berast.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.