« Máttur menningar | Aðalsíða | Óvænt úrslit VG á Akureyri »

Föstudagur 27. janúar 2006

Sakamál sem þarf ekki að kanna

Undarleg þóttu mér svör utanríkisráðherra um fangaflug Bandaríkjamanna. Erlendis eru ríkisstjórnir og þing að kanna þetta mál en okkar ráðherra segist bara trúa Bandaríkjamönnum. Svona blind trú, sama gagnvart hvaða ríki það er, er hættuleg.


Ef til dæmis Guðmundur kæmi á lögreglustöðina og kærði Sigurð fyrir mannrán þá fer lögreglan ekki til Guðmundar og spyr "Rændir þú manningum Sigurður?". Segi Sigurður síðan "Nei, nei, ég rændi engum". Þá fer lögreglan ekki til Guðmundar og segir "Sigurður segist ekki hafa rænt neinum manni og ég trúi honum alveg." Eða erum við farin að horfa á alveg nýja tegund af réttarfarskerfi?

Engum í lýðræðisríki dettur í hug annað en kanna sannleiksgildi ásakana af þessu tagi. Mannréttindabrot eru ein alvarlegustu brot á lögum og reglu sem til eru. Bandaríkjamenn telja rétt sinn óskorðaðan til þess að svipta hvaða mann frelsi hvar sem er í heiminum án laga og réttar ef þeir sjálfir trúa því að hann sé hugsanlega að velta fyrir sér að gera árás innan Bandaríkjanna.

Það dylst engum að án laga og réttar er ekki líklegt að ástæður séu glöggar eða grandskoðaðar. Ég er ekki viss um að Íslendingar væru sáttir við að hermenn á Keflavíkurflugvelli færu að taka fólk í Reykjavík, flytja það í laumi eitthvert í heiminum og krefja það sagna. Næstu þrjú árin fengi enginn í fjölskyldunni að vita nokkuð um viðkomandi og rétturinn enginn.

Við megum ekki vera svo firrt að okkur finnist það í góðu lagi einungis af því að viðkomandi er fæddur í öðru landi, með annan lit á húðinni eða trúi öðruvísi á einhvern Guð.

Mannverur, hvar sem er í heiminum, eiga að hafa rétt til að verja sig og halda fram sakleysi sínu.

kl. |Pólitík

Álit (3)

Þarna er ég sammála. Þarna er það ekki hlutverk yfirvalda að bíða eftir því að sönnunargögnin séu færð upp í hendurnar á þeim, heldur að kanna málið, hvort ásakanirnar standist athugun.

Föstudagur 27. janúar 2006 kl. 11:16

Það er satt það er ekki hlutverk stjórnvalda að sitja bara og þegja. En er það hlutverk þeirra að hefja rannsókn á endalausum brotum CIA? Að mínu mati eru til alþjóðastofnanir sem betur eru til þess fallnar en íslenska ríkið. Við gætum þess í stað einbeitt okkur að því að hjálpa þeim einstaklingum sem að verða fyrir þessum brotnámum og stutt við baráttu gegn Guantanamo-fangabúðunum. Við eigum sem vopnlaus þjóð að hjálpa á öðrum forsendum en rannsaka brot Bandaríkjamanna sem eru öllum augljós. Hjálpum þeim sem eru hungraðir og niðurlægðir, leyfum öðrum að fást við þá sem brjóta af sér. (Afsakaðu hvað þetta var langt:))

Föstudagur 27. janúar 2006 kl. 20:03

Eitt er að standa fyrir rannsókn annað er að samþykkja orðalaust án athugasemda að maður trúi Bandaríkjamönnum. Síðan er það ekki ofverkið okkar að aðstoða þá sem eru að rannsaka málið að því leiti sem að okkur snýr þ.e. lendingar hér og ferðir um okkar fluglögsögu sem er býsna stór. Trúarbrögð þ.e. að trúa bara því sem sagt er er einfeldni. T.d. hefði verið kurteisi að segja að manni þyki það ótrúlegt en eðlilegt sé að kanna málið.

Föstudagur 27. janúar 2006 kl. 23:23

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.