« Slabb, MH og afmæli | Aðalsíða | Vann brons! »

Sunnudagur 8. janúar 2006

Skyggnir Sjálfstæðismenn

Mér til mikillar gleði birtist efni aftur á vef Sjálfstæðismanna hér fyrir norðan. Menn á þeim bænum skrifa svargrein dagsetta 1. janúar 2006 við grein sem birtist á vef Samfylkingarinnar 4. janúar. Lýðræðisleg tjáning hafði kafnað í útlitsbreytingu og uppfærslu en það er kannski ekki úr vegi að benda mönnum á þarna innandyra að það er vaninn að vinna slíka vinnu bak við tjöldin og leyfa eldri vef að lifa þar til skipt er um en ekki byrja á að loka vef og vinna svo að útliti og uppfærslum.


En flotta nýja síðan skal birtast 18. janúar þ.e. eftir að menn hafa tilkynnt framboð í prófkjör en sem betur fer áður en sjálft prófkjörið fer fram. Svo áhugamenn um stjórnmál geta sem betur fer fylgst með pólitískum áherslum frambjóðanda flokksins.

Þrátt fyrir svona smáhæðni í mér geri ég mér grein fyrir að eitthvað er að dagsetningarkerfinu á vefsíðunni sem væntanlega kemst í lag. Ég held hinsvegar að undir stjórn hins ágæta listamanns Helga Vilberg, sem jafnframt er ritstjóri, ætti útlitið á síðunni að verða betra en nú er en hinsvegar held ég að innihaldið verði hálf dapurt nema eldra efni komi inn. Vonandi gengur það snuðrulaust.

Nú er bara að sjá hversu mikið lýðræði er í prófkjöri hjá Sjálfstæðismönnum með því að sjá hvernig menn mega skrifa á síðuna eða hvort menn setja upp tengla í síður frambjóðenda sinna. Ég sá nefninlega að þeir voru horfnir... kannski þeir eldri reyni að ná banni á þá sem yngri eru sem nota nútímatækni í baráttu sinni. Það verður fróðlegt að sjá.

kl. |Pólitík

Álit (2)

Guðmundur Egill (sem er ágætlega kennaratengdur) er búinn að leiðrétta dagsetninguna. Í raun er uppsetningin flott og helblá. Ég vil nú beina því til GEE að hætta þessu bulli um vinstri og hægri. Hann þarf að fara að taka tillit til þess að Samfylkingin yfirtekur bráðum flokkinn.
Talandi um kveðskap. Gott hjá Guðmudi að fara með nokkra forna kviðlinga. Hér eru nokkrir nýrri:

Kristján hefur skrítinn kæk,
"klárlega" vill segja.
Keppir þar við Ketil skræk,
kann ekki að þegja.

Kristján á Klöppunum,
keppir að því:
Hneppa vill hnöppunum
höfuðborg í.

GB

Þriðjudagur 10. janúar 2006 kl. 12:58

Auðvitað er ég hrekkjótt að gera athugasemd við dagsetninguna. Hinsvegar er mikilvægt að benda á að nútíma miðlar vinna á annan hátt en áður var og algerlega ólíðandi að reyna að flytja sig aftur til gamaldags ritskoðunar og setja hömlur á tjáningar og skoðanir. Það er ekki veikleiki að menn geti hugsað sjálfstætt í stjórnmálaflokk. Vandinn er þegar menn geta ekki skipst á skoðunum og þróað leiðir með samræðu;-)

Þriðjudagur 10. janúar 2006 kl. 23:04

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.