« Ekkert annað býðst | Aðalsíða | Skírn: Sigurbjörg Brynja »

Mánudagur 13. mars 2006

Hvað er lúdent?

Í nýafstaðinni ferð í Mývatnssveit var ungur piltur að sunnan máttlaus úr hlátri yfir nafninu Lúdent á fjalli í sveitinni. Hann spurði hvað orðið þýddi en það vissi enginn. Svo nú vil ég spyrja ágæta lesendur mína hvað þýðir orðið Lúdent? Það rímar við Stúdent svo það má semja kvæði og láta það ríma ef vill. Mér þykir þetta óskaplega embættismannalegt heiti og gæti verið virðulegt að starfa sem lúdent en þá væri nú vitlegra að þekkja hvað orðið þýðir. Veit það einhver?

kl. |Tilveran

Álit (3)

Ef gamla latínukunnáttan er enn upp á einhverja fiska og fjallsnafnið Lúdent er af suðrænum rómönskum uppruna þá þýðir þetta eitthvað í líkingu við spilamaður (þar sem stúdent = námsmaður). Latneska sögnin ludo þýðir að spila eða leika sér.
En svo getur þetta verið gamalt og gott íslenskt orð þótt það finnist ekki við fyrstu leit í orðabanka Íslenskrar málstöðvar örðu vísi en sem örnefni.

Þriðjudagur 14. mars 2006 kl. 08:27

Jón Ingi:

Góð spurning. Lúdent þ.e. nafnið er nokkur ráðgáta. Lúdent er sprengigígur sem varð til í einu þeytigosi 7000 - 4000 f.kr. Lúdentsborgir sem er gígaröð þar nærri gaus fyrir um 4.000 árum miklu hrauni, Laxárhrauni sem rann alla leið ofan í Aðaldal og til sjávar. Hraunið sem myndaði Dimmuborgir er 2.000 ára og kom úr Þrengslaborgum. Ég ætla að reyna að fá eitthvað um þetta nafn Lúdent.

Alls tilheyra 20 hraun og gosstöðvar Lúdentsskeiði. Þar af amk. 10-15 sem örugglega teljast til nútíma. Reyndar er mjög erfitt að aldursgreina hraun og gosstöðvar á þessu skeiði. Ástæðan er sú að þetta snemma á nútíma var jarðvegsmyndun mjög skammt á veg komin og askan sem myndaðist við gosin(hlutur sem mest er notaður við aldursgreiningu) fauk til og sést yfirleitt ekki sem vel aðgreind lög í jarðvegssýnum. Virkni á þessu skeiði var í miðrein sprungusveimsins og á austanverðu Kröflusvæðinu. Helstu gosmyndanir tímabilsins eru Kröfluháls, Námafjall og Fjárborg. Hraunmagn úr Kröflukerfinu á tímabilinu má áætla 2-3 km3. Heiðarsporðskerfið og Dygjur eru yfirleitt tekin með í umfjöllun um Kröflusvæðið þó líta megi á þau sem sérstök eldstöðvakerfi því gosin þar hafa alltaf verið samtímis gosum í austur- og miðrein Kröflu. Helstu gosmyndanir á þessum svæðum voru á þessum tímabili Heiðarsporður, Lúdent og Gljástykkisbunga og hraunmagn úr þessum tveim kerfum var 4-5 km3.
svona er þetta í örstuttu máli...nú vantar bara skýringu á nafninu :-)

Þriðjudagur 14. mars 2006 kl. 21:26

Ungi maðurinn:

Já, hver er Lúdentinn?

Þriðjudagur 14. mars 2006 kl. 21:41

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.