« Hefur þú leitað að fjársjóðnum | Aðalsíða | Sýning á ljósmyndunum mínum »

Föstudagur 30. júní 2006

Nú brettum við upp ermar

Nýjasta skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag hlýtur að vera okkur Samfylkingarmönnum mikil vonbrigði. Fylgið hefur ekki mælst lægra frá síðustu þingkosningum. Menn leita einfaldra skýringa eins og að allt sé þetta nýjum formanni að kenna. Slíkt er ótrúleg einföldun en hitt má til sanns vegar færa að líklega hafa sumir talið að með nýjum formanni væri óhætt að halla sér og reikna með að hún ein myndi sjá um fylgið hér eftir. Hinsvegar er nauðsynlegt að menn bretti upp ermar hver sem einn Samfylkingarmaður vinni vasklega og ljóslega í pólitík en reikni ekki með að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir beri nánast ein það hlutverk.

Andstæðingar okkar tyggja í sífellu að stefna okkar sé "óljós" eða "óskýr" slíkt er auðvitað spuninn einn enda stefnan skýr og birtist skýrt í þeim skjölum sem Framtíðarhópur flokksins hefur unnið og skilað af sér. Fyrir þá sem ekki hafa þetta á hreinu þá eru stefnumálin listuð upp þ.e. hér og hér. Sú gamla lumma andstæðinga okkar að stefnan sé óskýr á auðvitað ekki við nein rök að styðjast.

En það þýðir ekki að vera værukær í pólitík fyrir okkur er verk að vinna fram að næstu kosningum og um að gera að bretta upp ermar.

kl. |Pólitík

Álit (2)

Flott innlegg Lára mín. Kannaðist reyndar ekki við rödd þína á NFS en innihaldið var ljóst. Það er enginn að fara á límingunum þó fylgið minnki. Það er samt klárt að það eru vissir þættir sem þarf að koma skýrt á framfæri við kjósendur. Ég er ekki viss að fylgistap skv. könnunum sé vegna niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga. Stundum virðist henta best fyrri stjórnarflokkana að gera ekki neitt. Geir Haarde brosir bara blítt og Guðni Ágústsson talar í gátum. Svo kemur bírókratinn Jón Sigurðsson og segir að það sé nauðsynlegt að allir séu sáttir og allir (les alþýða) fái molana á meðan aðrir hirða miljarð í starfslokasamning. Kjósendum ætti að vera ljóst að misskipting tekna hér á Íslandi er mest á Norðurlöndum. Þeim ætti að vera þetta allt ljóst en...sammála leikaðferðinni maður á mann og það verði kosið um hægri stjórn eða stjórn félagshyggjuflokkana í næstu kosningum. Stjórnarflokkarnir hafa dregið línuna og nú verður hér eftir að skoða fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Ég legg jafnvel til að stjórnarandstöðuflokkarnir móti sér sameiginlega málefnastefnu með haustinu svo valkosturinn sé kýrskýr.
Gísli B

Laugardagur 1. júlí 2006 kl. 18:32

Nei þetta var ekki röddin mín. Ég var nú dálítið spæld því þeir áttu viðtal frá föstudagsmorgninum um þetta mál sem ég held að hafi verið talsvert betri frétt heldur en þessi sem var gerð fyrir sunnan. En sú frétt var sýnd á Aksjón á föstudaginn.

Mánudagur 3. júlí 2006 kl. 17:35

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.