« Nú brettum við upp ermar | Aðalsíða | Gengur vel á sýningunni »

Miðvikudagur 5. júlí 2006

Sýning á ljósmyndunum mínum

Nú mun samsýningin "Nær og fjær" opna að Bakkatúni 20 á Akranesi en þar verða írskir dagar um helgina. Ég ætla að sýna þar ljósmyndir, innsetningar og myndir af skófum, ísnálum, skýjum, steinum og selum. Sýningin verður opin 7.-23. júlí en með mér verða listakonur með vatnslitamyndir, silkiþrykkta hörlöbera, skúlptúra úr gleri og steypu ásamt leirkönnum og nælum.

Væri virkilega gaman ef einhver ykkar getið litið á sýninguna, ég yrði svo dæmalaust stolt;-)

kl. |Ljósmyndun

Álit (5)

Þórey Dögg:

Sæl Lára mín. Svakalega er langt síðan síðast, og þá var það í mýflugumynd, og ég sem ætlaði að koma við hjá ykkur en gerði ekki ): ég geri aðra tilraun í kringum næsta fiskidag á Dalvík. Mikið svakalega eru myndirnar þínar fallegar, þú ert sko listamaður af guðs náð. Ég er búin að skoða fullt af myndum og var fljót að finna mínar uppáhalds: ís7 og klemmumyndin(hvít og rauð klemma) Vá, þvílíkir litir í þessum myndum. Ég ætla að koma og sjá sýninguna þína á Akranesi og ég hlakka ekkert smá til þess.
Bið kærlega að heilsa öllum, kv. Þórey Dögg.

Miðvikudagur 5. júlí 2006 kl. 22:51

Jon Ingi:

Þessar myndir svíkja engan. Hún má eiga það blessunin hún Lára að hún er næm á myndbyggingu. Endilega kíkið á þetta,,kannski heldur hún sýningu í Lárusarhúsi í haust svo við hér heima fáum notið.

Fimmtudagur 6. júlí 2006 kl. 19:40

Alla:

Til hamingju með sýninguna, Lára mín. Leitt að komast ekki á opnunina. Myndirnar þínar eru yndislegar.

Laugardagur 8. júlí 2006 kl. 11:47

Til hamingju kæra vinkona. Þó ég hafi ekki komist á opnunina var ég á "forsýningunni". Ég var hrifnust af krækiberjalynginu, mér fannst sú mynd heillandi. Hugheilar hamingjuóskir frá Akureyri.

Laugardagur 8. júlí 2006 kl. 19:12

Takk takk öllsömul fyrir fallegar og góðar kveðjur

Mánudagur 10. júlí 2006 kl. 10:00

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.