« Ósjálfstæðisflokkurinn? | Aðalsíða | Nýtt útlit »

Laugardagur 14. október 2006

Börnin heim

Að vera tilFyrir þá sem ekki búa nálægt framhaldsskóla er ekki um annað að ræða en senda börnin sín að heiman 16 ára gömul til að þau njóti menntunar. Ég hef í starfi oft tekið á móti þessum börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref að heiman. Ég man eftir hæglátu stúlkunni sem grét því hana langaði heim, drengnum sem var svangur og vissi ekki hvernig hann átti að þvo fötin sín. Stúlkunni sem hallaði sér að langtum eldri manni sem "hugsaði um hana" þegar hún var farin að heiman. Drengnum sem vildi vera flottastur og var fullur allar helgar. Einmanaleikinn var þeim öllum sameiginlegur. Auðvitað á þetta ekki við um öll börn sem fara snemma að heiman, en eitt eiga þau sameiginlegt, fjölskyldan getur ekki verið þeim sami bakhjarl og þeim sem búa heima hjá sér.


Því er skiljanlegt að baráttumál foreldra sé að hafa framhaldsskóla í heimabyggð eða svo nálægt að hægt sé að aka börnum í skóla að morgni og þau komi heim að kvöldi. Heilu bæina vantar stóran aldurshóp alla vetur og smá saman aðlagast hluti barnanna öðru lífi og finnst lítið að sækja heim eftir því sem árin líða. Önnur gefast upp og fara heim og klára ekki framhaldsskólann.

Því hlýtur það að vera okkur baráttumál að hindra aðskilnað fjölskyldna vegna náms í framhaldsskóla eftir því sem kostur er. Hvert barn á að geta notið þess að vera í skjóli fjölskyldu sinnar a.m.k. til 18 ára aldurs. Síðan er mikilvægt að skóli sé heildstæður og því er besti kostur að nemendur geti tekið allan sinn framhaldsskóla í heimabyggð. Þetta er jafnréttismál sem við þurfum öll að láta skipta okkur máli.

Fáum börnin heim og veitum þeim skjól fjölskyldunnar á meðan þau stunda framhaldsskólanám.

kl. |Pólitík

Álit (1)

Gunnlaugur Halldórsson:

Er sammála þessu og haldur áfam á þessari leið

og kristján í 1 sæti

Sunnudagur 15. október 2006 kl. 10:59

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.