« Börnin heim | Aðalsíða | Hrísey, Svarfaðardalur, Ólafsfjörður »

Sunnudagur 15. október 2006

Nýtt útlit

Mér til mikillar gleði er Dagný Reykjalín búin að hanna nýtt útlit á mig. Hún hefur séð um útlitshönnunina mína í nokkur ár og ég er alltaf jafnánægð með hana. Helga Kvam tók myndina af mér. Er þetta ekki bara fínt?

kl. |Tilveran

Álit (8)

Lilja:

Mjög flottar breytingar á síðunni en það má kannski uppfæra aðeins og laga villur í upplýsingum um þig :o) þar eru skráðar ömmudæturnar Hrafnhildur Lára og Ísabella Sól Hrafnsdætur

Luv.........Lilja

Þriðjudagur 17. október 2006 kl. 01:02

svona er grafíski hönnuðurinn ekki með allar upplýsingar á hreinu.. :s

Þriðjudagur 17. október 2006 kl. 19:10

Heh, ég er búin að laga þetta og bæta síðasta barnabarninu við því hún var auðvitað útundan. Auðvitað getur grafíski hönnuðurinn ekki verið með allt á hreinu en hún er nú engu að síður búin að gera hreint kraftaverk á síðunni;-)

Miðvikudagur 18. október 2006 kl. 11:10

Til hamingju með vefinn! Þetta er mjög snyrtilegt og nett útlit. Mætti samt lagfæra lógóið efst á síðunni, það hverfur að hluta til á bak við valmyndina í Firefox (1.5.x). :)

Miðvikudagur 18. október 2006 kl. 11:13

Hmmm ég er með Firefox 1.5.x líka og það hverfur ekki bakvið hjá mér. Hvaða textastærð ertu með á hjá þér? Er eitthvað annað sem getur valdið þessu?

Miðvikudagur 18. október 2006 kl. 11:28

Humm... Í fljótu bragði virðist mér þetta vera tengt skjáupplausninni sjálfri. Lógóið virðist hverfa á bakvið í 1600x1200 punkta upplausn, en 800x600 er í lagi. Ég hef ekki athugað neinar upplausnir þar á milli.

Miðvikudagur 18. október 2006 kl. 15:03

False alarm! ;)
A. m. k. er þetta í lagi núna. Líklega bara verið einhver draugur í tölvunni minni. :)

Miðvikudagur 18. október 2006 kl. 17:10

Líst vel á nýja útlitið. Eitt sem þú mættir athuga og það er að láta lógóið vísa aftur á forsíðu, þ.e. þegar smellt er á það.

Laugardagur 21. október 2006 kl. 08:37

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.