« Kjörseðlar bornir í hús | Aðalsíða | MindManager, handverk og pólitík »

Þriðjudagur 24. október 2006

Konur og pólitík

Í stjórnmálum er oft talað um konur, skort á þeim, framgang, hvort þær hafi önnur viðhorf og margt fleira. Hér í Norðausturkjördæmi er staðan sú að Samfylkingin einn flokka hefur ekki konu sem þingmann en það finnst mér frekar bagalegt því ég tel að bæði kynin þurfi að eiga fulltrúa og vinna saman fyrir flokkinn í kjördæminu. Sem betur fer erum við eina kjördæmið þar sem Samfylkingin er í þessari stöðu enda gríðarlega stór og góður hópur kvenna sem er á þingi fyrir flokkinn. Í þessu ljósi fannst mér ekki koma annað til greina en að bjóða mig fram í annað sætið í yfirstandandi kjördæmi. Svo er bara að sjá hvort ég hef dug til að ná því þar sem mikið mannval er í prófkjörinu og margt sem þarf að huga að.

kl. |Pólitík

Álit (3)

Alla:

Áfram Lára! Þú verður flottur fulltrúi Fjarðabyggðar á þingi.

Miðvikudagur 25. október 2006 kl. 14:38

K Júlíusson:

Það er satt að það er leiðinlegt að Samfylkingin skuli ekki hafa átt kvenkynsfulltrúa í norðausturkjördæmi. Flokksmenn völdu þig í 4 sætið en þú varst færð upp í 3 sæti, sem er skammarlegt, með því er verið að hrækja framan í það folk sem er í flokknum og hefur valdið, það sama gerðist fyrir 7 árum þegar mjög efnilegur og góður stjórnmálamaður var flæmdur úr flokknum, það mætti helst halda að það sama hafi átt að gera við Örlyg Hnefil. Samkvæmt flest öllum ef ekki öllum skoðannakönnunum sem gerðar hafa verið á íslandi eru konur í meirihluta þeirra sem kjósa Samfylkinguna, af þeirri niðurstöðu mætti halda að konur séu líka fleiri í flokknum, hví skildi þessi meirihluti (ef hann er til staðar) ekki skila sér betur í framboð?
hví skildu aðeins 3 konur af 9 frambjóðendum bjóða sig fram í efstu sæti í norðausturkjördæmi?
flokksmenn eiga að velja þá sem eru í framboði fyrir listann, reglurnar verða að vera samgjarnar og gegnsæjar, frambjóðendum ættu ekki að vera leyfilegt að auglýsa sig, með því geta þeir sem eiga pening milli handa ekki nýtt sér hann, smölun ætti að vera bönnuð, skráningum í flokkinn ætti að loka samdægurs og framboðsfrestur rennur út (opna aftur eftir kostningu í sæti) en fyst af öllu, æti niðurstaðan að standa. Það er vitað mál að flokkurinn hefur tvisvar sinnum orðið sér til skammar með því að breita niðurstöðu kostningar eftir á, ég held að sú aðgerð að færi þig ofar á listan hafi orðið til þess að þú hafir ekki komist inn á þing.

Annars Lára, ert þú efnilegur stjórnmálamaður. Þú þarft ekki á þessu kvenna vs kalla rugli að halda, þú kemst vel áfram á þínum góðu hæfileikum og skoðunnum.

Laugardagur 28. október 2006 kl. 22:46

Takk kærlega fyrir þetta innlegg á síðuna mína. Það er mér ævinlega kærkomið þegar menn tjá hér skoðanir sínar;-)

Í síðasta prófkjöri var kosið í 2 sæti. Þeir sem voru næstir því að ná öðru sætinu voru Örlygur, ég og Þorgerður Þorgilsdóttir. Við vorum langt frá sætinu mig minnir ríflega 400 atkvæðum en síðan aðskildu okkur 30 atkvæði þ.e. mig og Örlyg og síðan mig og Þorgerði. Uppstillinganefnd hafði síðan það hlutverk að stilla upp eftir prófkjör og í tilfelli 3 sætisins þá var það ákvörðun flokksfélaganna hver færi þangað. Í sjálfu sér gat þar lent hver sem er og einnig einhver sem ekki hafði tekið þátt í prófkjörinu. Við 7 sem tókum þátt í prófkjörinu þá áttum ekki fyrstu sjö sætin á listanum enda misjafnt hvar okkur var raðað af uppstillingarnefnd. Ég sá um prófkjörið hér á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningar og þar var t.d. mjög tvísýnt um 3. sætið. Sá sem síðan ekki hlaut það var langt frá því að ná fjórða sætinu á atkvæðamagninu þó það væri mjög nálægt því að ná þriðja sæti. Ég tel Örlyg Hnefil mjög hæfileikaríkan stjórnmálamann með hugsjónir en ekki síður eftirfylgni með sínum málum. Það er hinsvegar einfaldlega ekki rétt að hann hafi lent í þriðja sæti síðast. Það lenti enginn í því sæti í prófkjörinu því um það var ekki kosið og tíðkast ekki að eigna þeim sem ekki náðu sætum í prófkjörum eignist sjálfkrafa sætin þar fyrir neðan. Ég er því ekki hlynnt því að menn séu að búa til samsæriskenningar um það og orðin dálítið þreytt á því. Það var vel hugsanlegt að þriðja sætið síðast færi til einstaklings sem ekki tók þátt í prófkjöri.
Fyrir mér er það hinsvegar ekki rugl að vilja berjast fyrir þátttöku kvenna í stjórnmálum. Ég er jafnréttissinni og flokkurinn minn Samfylkingin berst fyrir því. Þannig að ég tel að metnaður okkar hljóti að standa til þess að hafa konur jafnt sem karla á framboðslistunum okkar.

Mánudagur 30. október 2006 kl. 10:47

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.