« Fjarðabyggð og Djúpivogur | Aðalsíða | Borgríki og landsbyggð »

Föstudagur 6. október 2006

Orka, ál og Þeistareykir

Ég fór á gríðarlega fínan fund um stefnu Samfylkingarinnar um náttúruvernd á Húsavík í gærkveldi. Á fundinum voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins og Kristján L. Möller þingmaður. Ingibjörg Sólrún hélt röggsama framsögu en síðan talaði Hreinn Hjartarson veitustjóri hjá Orkuveitu Húsavíkur. Það var fjársjóður að fræðast af honum um stöðu rannsókna á Þeistareykjum. Sá misskilningur sem verið hefur uppi um að árekstur sé milli stefnu Samfylkingarinnar og nýtingu orku af Þeistareykjum til álbræðslu var ræddur töluvert. Verði af frekari álvinnslu á Íslandi er eðlilegt að hún fari fram þar sem auðvelt aðgengi er að orku á sem náttúruvænstan hátt, á svæði þar sem þensla er ekki í gangi og samfélagsleg áhrif sem mest. Því finnst mér fyllilega eðlilegt að setja Húsavík í forgang í þeim efnum. Þar er stuðningur heimamanna einnig fyrir hendi - og svo sannarlega þörfin fyrir atvinnu.


Á sama tíma og nauðsynlegt er að huga vel að því hvaða svæði við viljum vernda þá þurfum við líka að ákvarða hvaða svæði við viljum nýta. Í þessum efnum er ekki rétt að hugsa um allt eða ekkert. Því fagna ég mjög stefnunni sem þingflokkurinn kynnti, hún er skynsöm og yfirveguð og án fordóma.

Mér þykir mjög miður að sumir hafa séð sér leik á borði að nota þessa stefnu til þess að koma höggi á Samfylginguna. Við þurfum að hlusta á kall nútímans og sýna skynsemi í nýtingu auðlinda landsins, náttúran á rétt - hún er mikilvæg því við viljum geta notið óspilltar íslenskrar náttúru, víðáttunnar og fegurðarinnar. Á sama tíma þurfum við að lifa og starfa.

Fundurinn í gærkveldi skerpti fyrir mér áherslur og var mjög fræðandi. Síðan var ekki síðra að hitta skemmtilega og skelegga flokksfélaga á Húsavík sem bættu við í sarpinn þekkingu og fróðleik um orku, ál og Þeistareyki.

kl. |Pólitík

Álit (2)

Eina ósk sem ég ber í brjósti mér ætla ég að segja þér. Hún er sú að Samfylkingin hætti að leggja áherslu á álframleiðslu og snú sér að því sem hægt er, með íslensku hugviti, að framleiða úr áli. Held við getum lært eitt og annað af gullgæðisástandinu á stór-Eskifjarðarasvæðinu og ég vona svo innilega að íslensku hugviti verði gert hærra undir höfði en útlenskum iðnjöfrum sem betla til sín raforku á verði sem Norðmenn og fleiri Evrópuþjóðir hlæja að þegar minnst er á "íslenska" stóriðju.

Stattu þig í baráttunni.
Áfram S.

Laugardagur 7. október 2006 kl. 00:29

Ég held raunar að Samfylkingin hafi almennt ekki verið með áherslu á álframleiðslu. Flokkurinn hefur hinsvegar reynt að styðja við hverja þá viðleitni sem getur leitt til meiri jöfnuðar landsmanna. Gapið milli landsbyggðar og höfuðborgar hefur verið að aukast gríðarlega í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þannig má segja að nú séu að verða til tvö ríki, landsbyggðin annarsvegar og borgríki hinsvegar með höfuðborgina í miðdepli. Jafnrétti milli þessara ríkja fer stöðugt þverrandi.

Fjöldi manna leggur áherslu á að auka og viðhalda þessari stöðu með því að draga öll störf sem mögulegt er að borgríkinu og skilja landsbyggðina eftir bjargarlausa. Yfirskinið er oftast að þessu og hinu "sé best fyrir komið" eða að það "auki hagræðingu". Jafnvel að fólk á landsbyggðinni geti ekki þetta eða hitt vegna menntunarskorts og síðan reynt að koma í veg fyrir uppbyggingu menntunar til að breyta ástandinu. Kuldinn í þessum viðhorfum gagnvart fólki sem býr utan borgríkisins er illskiljanlegur. Í örvæntingu sinni reynir fólk að finna allt sér til bjargar. Ég er alveg sammála þér Guðni, ég vildi gjarnan sjá fleiri og fjölbreyttari störf á landsbyggðinni, en það hefur markvisst verið komið í veg fyrir það undanfarin ár. Þessu þarf að snúa við og koma á jafnrétti milli íbúa landsins.

Laugardagur 7. október 2006 kl. 15:50

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.