« MindManager, handverk og pólitík | Aðalsíða | Mér að þakka en öðrum að kenna »

Laugardagur 28. október 2006

Ráðist á homma í Færeyjum

Ég ætlaði ekki að trúa eigin augum þegar ég fékk póst um að ráðist hefði verið á ungan homma í Færeyjum - bara vegna þess að hann er hommi og að mannréttindi samkynhneigrða séu ekki tryggð í landinu og að "aðstoðarlögreglustjórinn í Þórshöfn lýsti því yfir á dögunum að lögreglan hefði ekki lagaheimild til að vernda og verja samkynhneigða þegna landsins ef að þeim væri sótt með hótunum og ofsóknum." (Samtökin 78). Til að glöggva mig á málinu fór ég á vefsíðu Dimmalætting í Færeyjum og skoðaði vefsíðu Samtakanna 78 og viti menn þetta var ekki grín, ekki spam, ekki bull, heldur nöturlegur sannleikur. Ég vil því hvetja alla til að rita nöfn sín undir yfirlýsinguna "Act Aganist Homophobia". Þetta er gersamlega ólíðandi, við munum þegar Ísland hrakti af sér gott fólk vegna kynhneigðar - slíkt á hvergi að líðast.

kl. |Pólitík

Álit (1)

anna:

Það er enn til fólk á Íslandi sem vill reka samkynhneigt fólk úr landi sbr. "kallinn" sem hefur komið með athugasemdir á bloggið mitt að undanförnu.
Baráttunni er hvergi nærri lokið og sjálf er ég nýlega gengin með í Samfylkinguna m.a. í þeim tilgangi að styðja þá manneskju sem lýsti opinberlega yfir stuðningi við baráttuna á áttunda áratugnum svo heil er hún, gagnkynhneigð manneskjan, í skoðunum sínum. Hún heitir Guðrún Ögmundsdóttir.

Sunnudagur 5. nóvember 2006 kl. 00:04

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.