« Frábćrt kvöld | Ađalsíđa | Jólaálfurinn »

Föstudagur 15. desember 2006

Afturfótadagur

Ţetta var einn af ţessum dögum sem ekki gekk eins og ég áćtlađi. Ég vaknađi ţó á réttum tíma til ađ komast út á flugvöll uppúr sjö. Í vinnuna ađ ná í pappíra en ţá varđ síminn eftir heima, svo ţađ var heim aftur og komast út á flugvöll. Fínt flug - ég svaf - hjá Kristjáni Júl. Mćtti í vinnuna og á fund í útvarpsráđi - allt enn svona tiltölulega gćfuríkt, en mundi ţá ekki flugtímann minn heim um eittleytiđ og missti af flugvélinni. Ţar sem ég horfđi mćdd á afgreiđslustúlkuna á Reykjavíkurflugvelli og spurđi - hvađ geri ég ţá? Áttu annađ flug? Já en flugmiđinn ţinn gildir ekki lengur nema ţú borgir. Ţá borga ég svarađi ég... en ég á bara flug hálf sjö, tja ţá fer ég bara hálf sjö svarađi ég. Hún horfđi hissa á mig "ertu ekkert reiđ"? Ţađ er ekkert gaman ađ vera reiđur, en mađur er nú pínuponsu pirrađur út í sjálfan sig;-) Ekkert mál bara aftur í vinnuna í Faxafeniđ enda skiptir engu hvoru megin ég vinn ég átti bara fund fyrir norđan sem ég flutti. Lét laga gleraugun mín upp í Mjódd - sé núna afspyrnu vel - og keypti jólagjafir fyrir starfsfólkiđ mitt. Út á flugvöll aftur, fínt flug - ég svaf - hjá Steingrími J. Akureyri skartađi sínu fegursta, frost og trén međ fallegum jólasnjó, spurning ađ fara út ađ mynda ég er búin ađ sofa svo vel í dag í flugvélum;-)

kl. |Tilveran

Liđinn er sá tími sem hćgt er ađ gefa sitt álit. Hafđu samband ef ţú vilt koma einhverju á framfćri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörđur
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift ađ vefdagbók Áskrift ađ vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.