« Neyslubindindi | Aðalsíða | Kjöftugt þagnarbandalag »

Föstudagur 26. janúar 2007

Akureyringar vilja verða iðnaðarmenn

Í Vikudegi þann 25. janúar s.l. kemur fram að ungt fólk á Akureyri hyggur frekar á iðnnám en Reykvíkingar og meðalungmennið í landinu. Þetta eru góð tíðindi þar sem ég tel einna brýnast fyrir okkur að efla iðnmenntun í landinu. Gott er að vita til þess að sú langa hefð iðna sem hefur verið hér í bænum endurspeglast í framtíðarsýn ungmennanna. En á sama tíma er afar brýnt að menntayfirvöld sjái til þess að þetta unga fólk geti lokið sínu iðnnámi heima fyrir en þurfi ekki að ljúka því í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Einnig þarf að efla valmöguleika nemenda á að stunda enn fleiri iðngreinar hér. Sú hugmynd að búa til kjarnaskóla í iðngreinum á höfuðborgarsvæðinu er ekki skynsamleg að mínu mati, það má setja ákveðinn rándýran sérbúnað á e.k. kjarnastað og senda nemendur á tímabundin námskeið en að hafa nánast allt námið í heimabyggð. Þurfi nemandi á tímabundið námskeið þarf einnig að sjá til þess að hann hafi húsnæði á viðráðanlegu verði.

Við vitum öll að nemendur af landsbyggðinni hafa ekki jöfn skilyrði, húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu er rándýr og nauðsynlegt að tryggja að nemendur geti lokið því iðnnámi sem hugur þeirra stendur til. Vetrardvöl í Reykjavík er ekki gefins og því er menntamálaráðuneytið í rauninni að velta ákveðnum kostnaði yfir á iðnnema með því að gera þeim ekki kleift að ljúka námi þar sem þeir hefja það í ákveðnum iðngreinum.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.