« Ótryggt netsamband | Aðalsíða | Ráðdeildarsemi bæjarstóra »

Mánudagur 8. janúar 2007

Dansleikur og skírn

Þá er helgin búin sem var reynar mjög viðburðarík. Ég mætti á nýársdansleik Tónlistarfélagins okkar í alflottasta kjól sem ég hef átt. Hef alltaf langað í glæsikjól með skjörti en eiginlega ekki fundið út hvar væri hægt að nota hann. Ég náði í slíkan kjól í Prinsessunni í Mjóddinni og bjó mig upp og menn dáðust að mér í fína kjólnum sem var býsna gaman. En það kárna gamanið þegar kom að dansinum sjálfum því háhælaðir gullskór bættu nú ekki vínardansinn hjá mér sem var býsna lélegur fyrir. Ég var hreinlega eins og nashyrningur og hékk mér til bjargar á hverjum dansherranum á fætur öðrum sem greinilega skrifaði í minnið að muna eftir að bjóða mér ekki upp að ári. Þeir sem buðu mér upp í fyrra vöruðust þetta sumir - en ekki allir. Mér þótti hinsvegar ofboðslega gaman;-)

Síðan skaust ég suður í gær þar sem Fífa systir hafði ákveðið að skíra sig í Hvítasunnusöfnuðinn og þá mætir maður auðvitað. Það er nú meira hvað messur þess safnaðar eru fjörmeiri en messurnar hjá þjóðkirkjunni. Hvernig er það hættu menn alveg að reyna að poppa þær messur upp? Allir textar með lögum eða sálmum á breiðtjaldi svo allir geta sungið með, tekið upp á tvær vídeótökuvélar og sjálfsagt sýnt á Omega sjónvarpsstöðinni - ég bara veit það ekki. En allavega virðist mikið að gerast í kringum þessan söfnuð. Vonandi líður henni vel þar og söfnuðurinn reynist henni vel.

Ég náði auðvitað að mynda líka bæði í fluginu og aðeins í Reykjavík, þarf endilega að komast í að vinna úr því en það er bæjarmálafundur hjá Samfylkingunni í kvöld svo ég veit ekki hvort það næst en það koma nýir dagar og meiri tími;-)

kl. |Tilveran

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.