« Framboðslisti og ferðalög | Aðalsíða | Metnað fyrir iðnmenntun »

Mánudagur 22. janúar 2007

Evrur og krónur

Mér hefur fundist umræðan um evrur sem Ingibjörg Sólrún hóf um daginn einkar athyglisverð. Hún hefur vakið upp margar spurningar og umræður sem eru mjög þarfar miðað við þær aðstæður sem við búum við í samfélaginu. Ingibjörg Sólrún bendir á að með því að vinna að þeim markmiðum í efnahagsmálum sem gerði okkur kleift að taka upp þessa mynt þá myndi stjórnin hér heima batna mjög til muna. Á sama tíma er henni sem okkur öllum ljóst að evra verður ekki tekin upp án Evrópusambandsaðildar en markmiðið er skýrt í landsfjármálunum. Ábendingar um afborganir húsnæðislána annars vegar í evrum og hinsvegar í krónum voru afar sláandi og hef ég hitt marga sem vilja ræða þetta. Það hlýtur að vera skelfileg staðreynd að betra sé að taka evrulán í óðaverðbólgu en krónulán í einhverju áætluðu regluástandi. Menn geta svosem stungið höfði sínu í sand og sagt að það sé bara ekki svoleiðis, en þessir útreikningar þá - eru þeir bara bull?

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.