« Börn alkohólista | Aðalsíða | Skemmtilegur Pollfundur »

Mánudagur 26. febrúar 2007

Alvöru umhverfisvernd

Þrátt fyrir að mikið sé talað um umhverfismál þá hefur mér sýnst minna um aðgerðir sem eru raunhæfar. Samfylkingin á Akureyri barðist fyrir því að það yrði ókeypis í strætó og þar jókst um leið notkun vagnanna að miklum mun svo mikið að fjölga þarf vögnum í bænum. Þarna er flokkurinn að láta verkin tala og leggja til svo um munar til málanna. Á sama tíma mæta allir á bíl á landsfund hjá flokknum sem hæst lætur. Það er ekki nóg að tala það þarf að framkvæma. Nú er svosem hægt að skjóta sér á bak við valdaleysi en völdin eru þó fyrir hendi en þau eru ekki notuð.

Það tekur okkur hinsvegar tíma að temja okkur að nota almenningssamgöngur, það er lífsstíll sem oft krefst meiri tíma en menn virðast hafa og tengist því þéttum böndum þeirri nauðsyn að minnka vinnutíma fólks sem í mörgum tilfellum nánast tekur alla orku frá fólki og þá sérstaklega ungu fólki með börn sem þarfnast foreldra sinna. Því þurfa allir að leggjast á eitt með að stuðla að umhverfisvænu umhverfi sem fólk hefur tíma til að sinna.

kl. |Pólitík

Álit (7)

Þessar breytingar hjá Strætisvögnum Akureyrar eru náttúrulega alger snilld, sama hver átti s.s. hugmyndina. Það sem ég er dálítið forvitinn að vita er hvort það séu einhverjar umferðarmælingar á helstu götum á Akureyri og hvort það hafi verið borið saman fyrir og eftir gjaldskrárniðurfellingu?

Þriðjudagur 27. febrúar 2007 kl. 08:57

Á kosningavetri er mikilvægt að gera sér grein fyrir hverjir hafa hvaða hugmyndir;-)

Mér vitanlega hefur ekki verið gerð umferðarmæling en hinsvegar hefur verið mælt hversu margir ferðast með strætisvögnunum og var aukningin síðast þegar ég vissi 60%. Nú getur verið að einhverjir hefðu yfirhöfuð ekki farið neitt nema af því það kostaði ekkert í strætó en eftir stendur að það er einfaldari mæling en umferðin. Hinsvegar væri fróðlegt að vita það.

Þriðjudagur 27. febrúar 2007 kl. 10:17

Bara spurning um að mælingar séu í samræmi við markmiðin. S.s. ekki markmið í sjálfu sér að fjölga í strætó finnst mér en ef það er hægt að draga úr fjölda bíla á götunum þá er það "umhverfisvænt" ;) Ef aukinn fjöldi í Strætó væri t.d. bara af því að nú fer fólk frekar eitt í bíl og sendir makann í strætó er litlu áorkað í umhverfismálunum.

Þriðjudagur 27. febrúar 2007 kl. 14:16

Nú er teórían farin að kæfa þig. Sérðu fyrir þér umræðurnar við morgunverðarborðið "Nei góða mín, nú er orðið ókeypis í strætó svo ég skutla þér ekki lengur í vinnuna". Það er kristaltært í mínum huga að þú hefur aldrei verið giftur. En svona í fræðsluskyni skal ég segja þér að það yrði frekar stutt ef þér dettur þetta í hug;-)

Þriðjudagur 27. febrúar 2007 kl. 14:53

Þú hefur greinilega mætt stíft á útúrsnúninganámskeið Samfylkingarinnar síðustu mánuðina ;)

Þriðjudagur 27. febrúar 2007 kl. 14:55

Samfylkingin getur ekki kennt mér neitt þegar kemur að því að fara í skemmtilega útúrsnúninga við þig - löngu fyrir daga Samfylkingarinnar vorum við byrjuð í skemmtilegu útúrsnúningaferli;-)

Ég er hinsvegar afar efins um að fólk fari að fara eitt í strætó og senda hinn aðilann sömu aksturslengd sem áður fóru saman. Það átti allavega ekki að vera útúrsnúningur þó hitt hafi verið skemmtilegt krydd;-)

Miðvikudagur 28. febrúar 2007 kl. 11:04

Einhversstaðar hefur allavega verið að æfa þig það er ljóst.

Þetta átti nú bara að vera dæmi um það hvar fjölda farþega í Strætó er ekki að virka sem mælikvarði á "umhverfisvernd", það eru fjölda mörg önnur t.d. ef þessir nýu farþegar höfðu áður labbað, þá voru þeir hvort eð er mjög umhverfisvænir.

Mér finnst reyndar ekkert galið við það að annar aðili fari í strætó (að fúsum og frjálsum vilja). T.d. einhver sem býr í Lundunum og vinnur á FSA, viðkomandi á barn í leikskóla í Lundahverfi og makinn (hvort sem það er kona eða karl...) vinnur niðri á Eyri. Sá aðilinn sem ekki sér um leikskólaskutlið tekur strætó á sinn vinnustað (t.d. Lundir - Eyri) sem styttir ekna vegalengd fyrir heimilisbílinn og þ.a.l. mengun. Þetta er kannski fjarstæður raunveruleiki þar sem "allt" er í leiðinni á Akureyri en það munar um hvern ekinn kílómetra sérstaklega á kaldri bílvél sem mengar, slitnar og eyðir meira en heit. Ég dæmi þess hjá mínum samstarfsmönnum, þeir haga ferðum sínum með þessum hætti til að spara tíma og bílinn. Það er hins vegar erfitt að "spara" bíl því mikið af þeim kostnaði sem er af slíku er fastur og óháður akstri.

Það ætti hins vegar að vera ljóst að til að það sé eitthvað vit í mælingum þurfa þær að vera í samræmi við markmiðin sem á að ná! Ég einfaldlega samþykki það ekki sem svar við því hvað sé heitt úti að einhver líti á úrið sitt og segi hún er 12:55! Þetta gildir jafnt í þessum málum sem og í kennslufræðinni og því hefur "teórían" fullt erindi í þetta umræðu. Ekki nema hlutirnir standist ekki slíka rýni þá er mjög eðlilegt að teórían flækist bara fyrir ;)

Miðvikudagur 28. febrúar 2007 kl. 12:56

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.