« Klám og klám | Aðalsíða | Börn alkohólista »

Laugardagur 24. febrúar 2007

Evran og landsbyggðin

Ég fór á fund í gær sem bar yfirskriftina "Evran og landsbyggðin" sem haldin var af Landsbankanum og KEA. Enginn fyrirlesaranna sem voru Árni Matthísen, Edda Rós Karlsdóttir og var til í að takast á við titil ráðstefnunnar nema Edda Rós Karlsdóttir sem þó skautaði yfir það frekar hratt. Miðað var við meðalhagvöxt landsins en ekki horft til þess að landsbyggðin er með langt í frá sama hagvöxt og Reykjavíkursvæðið eins og sjá má í skýrslu Byggðastofnunar "Hagvöxtur landshluta" frá árinu 2004. Þar kemur í ljós að hagvöxtur höfuðborgarsvæðisins er á tímabilinu 39% en -6% á Norðurlandi vestra sem og Vestfjörðum. Hér á Norðurlandi eystra er hagvöxturinn 11% á þessu tímabili. Það er því ljóst að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu á höfuðborgarsvæðinu bitnar á landsbyggðinni þar sem vandinn eykst enn frekar.

Björgólfur var beinlínis dóni við Jón Þorvald Heiðarsson sérfræðings Háskólans á Akureyri og var það honum ekki til sóma. Má segja að höfuðborgarhrokinn hafi þar birst í kristalstærri mynd.

kl. |Pólitík

Álit (1)

Guðrún Katrín:

Já er það ekki alveg stórfurðulegt . Mér hefur einmitt fundist fólk kenna framkvæmdum á Austurlandi um þennsluna. Eða hef ég verið að misskilja eitthvað í umræðunni?
Eitt veit ég að það er ekki jafnræði í þennslu hér á Austurlandi, það er sama eymdin alla vega hér á Seyðisf. þó allt blómstri í kringum okkur.
Ég bý t.d. í 117 m2 húsi sem er verðlaust, fengi í mesta lagi 6-8 milljónir fyrir það á meðan hús af sömu stærð eru seld á 20-26 mill. upp á Egilsstöðum og nágrenni. Eina sem getur hjálpað okkur hér á Seyðisfirði og á Vopnafirði til að jafna kjör eru jarðgöng. Þú hefur reynsluna af Fjarðarheiði og veist hvað ég er að tala um. Það kostar líka mikla peninga að fara yfir heiðina daglega til að stunda vinnu. Fróðir menn segja mér að hægt sé að aka 60 km á láglendi fyrir sama pening og kostar okkur að klífa upp í 630 metra hæð og aka 27 km. Vinkona mín sem vinnur upp á Egilsstöðum segir mér að hún eyði að meðaltali 25 þúsund á mánuði í bensín yfir heiðina. Hvar er jafnréttið ég spyr

Sunnudagur 25. febrúar 2007 kl. 22:16

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.