« Skemmtilegur Pollfundur | Aðalsíða | Nýjir tímar »

Miðvikudagur 28. febrúar 2007

Hver verður eldri borgari?

Mér hefur stundum fundist að menn tali um fólk sem hefur lifað lengur en annað fólk eins og það sé á einhvern hátt öðruvísi fólk. Menn tala um "Eldri borgara" eins og "Erlendan borgara" eða eins og eitthvað annað en hinir. Staðreyndin er hinsvegar sú að þegar maður er eitt sinn fæddur er bara eitt í stöðunni annað hvort lifir maður lengi og verður gamall og þar af leiðandi eldri borgari eða maður er hreinlega dauður. Því er spurningin hvort þeir sem yngri eru og láta sig litlu varða um eldra fólk hvort það hyggist sjálft einfaldlega ekki verða gamalt? Ekki er fólk svo skyni skroppið að telja að talningin í árum sé eitthvað óháð þeim sjálfum?

Ég held að við eigum að líta á stöðu eldra fólks sömu augum og það værum við sjálf því við höfum bara tvennt um að velja, vera gömul - eða dauð. Sé maður á lífi þá er um að gera að hafa gaman af því og sjá til þess að lífið geti verið býsna gott. Því ber okkur öllum að setja okkur í þessi spor með þeirri vissu að þarna verðum við sjálf - tja eða þá bara ekki til.

kl. |Pólitík

Álit (1)

Ég hef nú stundum velt því fyrir mér hvort þetta skapist af óöryggi/minnimáttarkennd.
Sá sem hefur lifað lengur, hann hefur lifað þinn aldur. Sá eldri er mótaðri og því ekki eins auðvelt að hafa áhrif á hann eða manipúlera eins og frú Sveinsína sagði.
En staðreyndin er bara sú að kynslóðirnar eru of lítið saman. Ég er búin að læra það á mínum áratugum í Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík að það getur verið dúndurstuð með þeim sem eru á áttræðisaldri á meðan ýmsar helmingi yngri eru staðnaðar og kunna ekkert að njóta lífsins. Þarna erum við frá 17 ára til 87 ára yfirleitt á fundum og aldurinn í árum segir ekkert þar.
Sagði ekki góður kennari í útvarpsviðtali fyrir stuttu, spurður að því hver væri elstur á tölvunámskeiði fyrir eldri borgara: Ég veit það ekki, þegar við erum komin inn í stofuna þá erum við bara jafngömul.

Miðvikudagur 28. febrúar 2007 kl. 23:24

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.