« Bókin að verða tilbúin í prentun | Aðalsíða | Jöfnuður er grundvallaratriði »

Mánudagur 5. febrúar 2007

Norðurvegur

Í dag fór ég á kynningu um Norðurveg sem ætlunin er að leggja í einkaframkvæmd yfir Kjöl. Mér finnst þetta spennandi verkefni sem á sér margar hliðar. Ein er sú að stytta leiðina til höfuðborgarinnar frá Norðausturlandi til höfuðborgarinnar um 47 kílómetra. Hinsvegar er fleira í pakkanum. Með góðum vegi þessa leið þá verður talsvert betra aðgengi fyrir ferðamenn að Norðurlandi. Flestir fara að Gullfoss og Geysi en með nýjum og góðum vegi yfir Kjöl verður auðvelt að halda áfram að Demantshringnum, skoða Goðafoss, Mývatn, Dettifoss og Ásbyrgi. Þar með aukast möguleikar okkar til að njóta aukins ferðamannafjölda til landsins. Ennfremur verða samskipti við Suðurland öll önnur og vegurinn tengir saman landsbyggðina á öflugan hátt. Það er ágætt að fleiri vegir komi í einkaframkvæmd en bara Hvalfjarðargöngin og er það trú mín að menn fagni þessu framtaki og það nái að ganga hratt fram því ég efast um að opinberir aðilar leggi stein í götu þessa verkefnis.

kl. |Pólitík

Vísanir

Neðantalin blogg vísa í færsluna Norðurvegur:

» Að keyra Kjöl from Vefdagbok Tryggva
Fátt hefur valdið jafnmiklum umræðum síðustu daga eins og Kjalvegur hinn nýi. Ég byrjaði aðeins að pæla i þessu hjá Láru en svo hefur maður verið að lesa ýmsar hliðar á þessu og hlusta á ýmsa menn. Bendi m.a. á Hádegisviðtalið á... [Read More]

Álit (8)

Norðurspottinn er örugglega góð hugmynd. En það sem mér finnst merkilegt er af hverju er ekki í alvöru skoðaðir möguleikar með járnbrautir. Keflavík-Reykjavík-Akureyri. Svo mætti með litlum tilkostnaði bæta við þéttbýlinu á suðurlandsundirlendinu og Borgarfirðinum. Þar með væri búið að koma á járnbrautum þar sem ca 80% af allri umferð á landinu fer um daglega og þar með taka lang mestan hluta þungaflutninganna út af þjóðvegakerfinu.

Get ekki ímyndað mér annað en að það yrði veruleg vörn gegn umferðaslysum svo ég tali ekki um slit á vegunum.

PS. Svo þarf líka að fara finna aftur og byggja upp veginn til áhrifa með alla vega 30% atkvæðum í næstu kosningum. Tíminn er farinn að hlaupa örlítið frá okkur.

Þriðjudagur 6. febrúar 2007 kl. 08:05

Mér þykir stytting vera lítil m.v. hvað framkvæmdin er mikil, 2-3metra hár 8,5metra breiður vegur þvert yfir vindgöngin milli Langjökuls og Hofsjökuls virðist nú vera talsvert mannvirki. Nú virðist vera ósamræmi um hvort það eigi að setja veginn ofan í það gamla eða leggja nýjan í einhverri fjarlægð. Mér finnst það ótrúlegt að fyrirhugaður vegur verði mjög nærri núverandi vegi. Leiðin: Rvk - Geysir - Ak um Kjalveg er í dag 403km. Fyrirhuguð lengd m.v. nýjan veg er 341km. Þarna þar að taka af 62km! Verður fróðlegt að sjá hvernig þetta á að vera, kortið á nordurvegur.is er ekki mjög nákvæmt...

Líka mjög "áhugavert" að Reyðarfjörður - Reykjavík styttist, í dag er styttra að fara suðurlandið og þá leiðina, með fyrirhuguðum vegi verður etv styttra að fara norðurleiðina með tilheyrandi auknu umferðar flutningabíla í GEGNUM Akureyri (citta slow... hvað?). Gæti þurft að skoða hver áhrifin á flutningaleiðir verða á landsvísu. Kannski eru nú þegar allir flutningar til Egilsstaða að fara í gengum Akureyri, ég veit það ekki.

Hvað varðar ferðamannastrauminn þá veit ég ekki hvort það komi fleiri til landsins, etv næst að draga fleiri norður en þessi stytting er ekki nóg til að gera Gullfoss-Geysi-Dettifoss-Ásbyrgi að dagsferð, það verður samt 358km frá Gullfossi að Dettifossi. Munar einhverju um þessa "styttingu" ef þetta er hvert eð er 2ja daga ferð? Einhvern veginn kaupi ég ekki alveg áhrifin af því. Ferðaþjónusta (t.d. Fannborg) í kringum Kjalveg hefur lýst því yfir að þeir eru algerlega á móti þessari framkvæmd. Hvert verður samráð við þessa hagsmunaaðila?

Svo er nú bara spurning um umferðaröryggi, það verður fínt að losna við flutningana af Hringveginum, hann er svo löngu orðinn ónýtur! En hvað með það sem eftir er af t.d. Reykjavík - Norðurvegur - Akureyri, t.d. vegur um Vatnsskarð og Öxnadalsheiði. Þar vantar verulega upp á að vegurinn taki við meiri umferð. Hversu vel gengur svo að halda veginum opnum yfir veturinn er væntanlega bara spurning um stærri tæki og tíðari ferðir. Það sem veldur mér einna mestum áhyggjum er norðan/norðaustan vindurinn. Ef þarna er uppbyggður og góður vegur þá mun fólk keyra hratt og það verður hvasst... Vegurinn undir Hafnarfjalli hefur sýnt það og sannað að það er hægt að verða fyrir tjóni og óhöppum af völdum vinds.

Í sjálfu sér er gott mál að stytta en mér sýnast vera bæði plúsar og mínusar við þessa framkvæmd frá umhverfissjónarmiðum og m.t.t. ferðamennsku svo eitthvað sé nefnt. Málflutningur bæði andstæðinga og fylgjenda þessarar framkvæmdar einkennis af því að fólk velur þau "rök" sem henta þeirra málstað ;) Einhverjir vilja líta svo á sem að þarna séu ráðamenn að einkavinavæða aldagamla þjóðleið með óafturkræfum hætti.

Þriðjudagur 6. febrúar 2007 kl. 13:29

Ja Tryggvi minn, mikið liggur þér á hjarta;-)

Þeir sögðu skýrt forsvarsmennirnir að vegurinn færi ekki ofan í gamla Kjalveginn, þá næst styttingin ekki fram. En umhverfisáhrifin á eftir að kanna svo það getur verið að línan sem nú er til umræðu eigi eftir að breytast.

Það munar um 22 km á milli norður og suðurleiðar frá Egilsstöðum í dag til Reykjavíkur svo e.t.v. hefur þetta þau áhrif að okkar "slow city" gæti fengið meiri umferð en varla svo þar sem suðurleiðin er yfirleitt með betra veðri en norðurleiðin og færðin betri meðfram suðurströndinni. Hinsvegar breytir þetta öllu varðandi ferðalög milli Norður- og Suðurlands sem ég er ákaflega spennt fyrir og því styttast vegalengdir milli landsbyggðarinnar.

Ég er alveg sannfærð um að þetta hefur áhrif á ferðamennsku milli landsbyggðarsvæða það eru ekki allir ferðamenn í dagsferðum. Ég vildi allavega gjarnan komast á Suðurlandið með einfaldari hætti en í dag yfir ömurlegan veg yfir Kjöl eða hrikalega langan akstur.

Ég er ekki klár á afstöðunni m.v. Fannborg, vel getur verið að þessi vegur komi ekkert nálægt þeim.

Ég held líka að þinn málstaður sé litaður af því að þú átt þennan fína jeppa og getur rúllað hvert sem er á honum. Þannig er bara ekki um alla.

Þriðjudagur 6. febrúar 2007 kl. 13:49

Mér er enginn hagur í því að keyra Kjöl í dag. Ég fór hann í sumar og eins og kom fram hjá mér er það lengri leið í dag en að fara þjóðveginn. Að sumri til geta allir keyrt þetta óháð hvernig ökutæki þeir eiga. Hvort maður kýs frekar að fara mölina eða hyldjúpu holurnar í malbikinu kemur út á eitt í mínum huga. Hvorugt er góður vegur. Kjölur er etv þægilegri og öruggara vegna minni umferðar.

Ef svo er sem er gott að nýi vegurinn liggi ekki ofan í þeim gamla þá mun hann í öllu falli skera afleggjara út frá gamla Kjalvegi sem eru mikið notaðir en það veldur mér s.s. ekki miklum áhyggjur. Áhrif svona mannvirkis eru talin vera 5km í hvora átt. Hvort athafnasvæði útivistar/ferðaþjónustu falli nálægt fyrirhuguðum vegi veit ég ekki en einhver er ástæðan fyrir andstöðunni.

Þú ert hins vegar algerlega að missa af punktinum sem ég var að meina varðandi dagsferðirnar. Ef það er hvort eð er tveggja daga verkefni að taka þríhyrninginn og demantinn þá efast ég um að þessir kílómetrar muni skipta nokkru máli í fjölda ferðamanna á NA-land. Hvort hagurinn verði í því að rútufyrirtækin geti grætt meira með að keyra styttra fyrir sama pening ;) Hvað munar um 47km þegar maður er á ferðalagi að túristast?

Þú talar um að "vegalengdir milli landsbyggðarinnar" styttist. Ertu þá að meina landsbyggðar við höfuðborg eða norðan-landsbyggðar við suður-landsbyggð? Er mikið að fara frá Suðurlandi og norður nema þá skólamáltíðirnar frá SS? Er þarna verið að auðvelda það sem er til staðar þegar eða er verið að búa til tækifæri upp á von og óvon um að einhver muni nýta sér það? Hversu margar bílferðir eru t.d. frá Selfossi til Akureyrar (sem munu styttast um 141km)? Liggur ekki meginþungi umferðarinnar á þeirri leið sem mér þykir styttast of lítið (47km!) þ.e. Reykjavík - Akureyri.

Hvað með áhrif á einkaframtakið í Hvalfirði? Mun umferð þar minnka? Munu notendur þeirrar þjónustu (Akranes og Vesturland) þá þurfa að greiða meira? Í raun má segja að þarna sé verið að búa til samkeppni við göngin um þó nokkurn hluta umferðarinnar þá sem eru að fara á Norð/Norðaustur-land, er ekki svo?

Svo varðandi flutningabílana og norður vs suðurleið þá jú auðvitað er betra veður/færð á suðurleið en á móti kemur að hluti af hringvegnum á suðurleið er ekki með bundnu slitlagi!

Ég óttast að niðurstaðan fyrir okkur sem ferðumst MIKIÐ um þjóðvegi (og vegleysur) landsins verði fleiri lélegir vegir og meiri kostnað fyrir okkur. Mun áhersla Ríkisins á vegabætur á "gamla veginum" þegar þrýstihópar eins og Ferðaþjónusta og Flutningafyrirtæki fara yfir á Norðurveginn? Sitja þá þeir sem ekki vilja borga auka 2.000kr (sem dugar reyndar fyrir eldsneyti meira að segja á skrímslið mitt í vel á annað hundrað kílómetra...) uppi með að keyra verri veg? Það má nú ekki við því eins og hann er orðinn í dag eftir skipulagðar skemmdir flutningafyrirtækja á almannaeigum. Ég er ekki sáttur við núverandi stöðu í vegamálum og mér finnst verst að einkaaðilar séu að glepja hið opinbera til að leyfa þeim málaflokki að fara í enn meiri ólestur en orðið er.

Þriðjudagur 6. febrúar 2007 kl. 14:32

Anonymous:

Norðurvegur er náttúrulega mjög hagkvæmur fyrir norðurlandið og fleiri landshluta. Mikill sparnaður í flutning t.d. sem ætti að leiða til lægra vöruverðs sem dæmi. 50 km. er jú mikil stytting.
En mér sýnist vera þónokkuð um úrtöluraddir sem finna þessu allt til foráttu. Við landsbyggðarfólk megum helst ekki fljúga til Reykjavíkur, því stemmt er að því að leggja Reykjavíkurflugvöllinn niður. Við megum heldur ekki keyra hugsanlega styðstu leið til Reykjavíkur... hvað kemur næst, fljúga með ströndinni til að vera ekki með háfaðamengun á hálendinu?

Gísli

Miðvikudagur 7. febrúar 2007 kl. 17:55

Gísli minn, þessi píslarvottakvein eru ekki líkleg til árangurs ;) Það eru tölulegar upplýsingar sem gilda ;)

Sá tími (tími=peningar) sem sparast við þetta gæti allt eins sparast með því að koma þjóðveginum í almennilegt ástand þar sem flutningabílar geta mæst án vandræða og þurfa ekki að kljást við einbreiðar brýr. Það er viðbúið að um vetrartímann verði ferðatími jafnmikill eða meiri um Norðurveg vegna sterkra vinda og hálku. Tja, nema það eigi auðvitað að salta hann...

Af hvaða stærðargráðu er sparnaðurinn við þessa 47km? 12% af heildarkostnaði við flutninga (47km/388km)? Ætli sá sparnaður skili sér að fullu út í lægra vöruverði á Norðurlandi? Munar í dag svo miklu á matvöru t.d. í Nettó Ak og Nettó Rvk? Einhvern veginn tekst Orkunni að vera með sama eldsneytisverð á Skemmuvegi og á Eiðistorgi, mun þá eldsneytið lækka á Akureyri við þennan sparnað?

Mbk
Tryggvi Tölunörd

Fimmtudagur 8. febrúar 2007 kl. 10:35

Gísli:

Tryggvi,

Það á náttúrulega að leggja almennilegan veg yfir Kjöl. Nú þegar er þarna ferlegur þvottabrettavegur. Sé ekki að það sé meira sjarmerandi að vera með malarvegi og rykmekki upp í háloftið, heldur en góðan malbikaðan veg. Miklu minni sjón og rykmengun af slíku. Þetta er svipað eins og að vera með steingólf heima hjá sér í íbúðinni í staðinn fyrir parkett, teppi eða dúk.
Ég er mjög hlyntur allri umhverfisvernd og finnst að malbikaður vegur um hálendið sé miklu umhverfisvænni og þrifalegri á allan máta heldur en þvottabrettisvegur.
Varðandi væl, kæri Tryggvi, þá má aldrei gagnrýna Rvíkur svæðið án þess að því sé snúið upp í væl þeirra sem þar búa. Þetta segja menn bara þegar þeir hafa ekki góð rök.

Einu sinni sem unglingur lagði ég það til í vinahópi að skera Reykjanesið (frá og með Reykjavík) af landinu og við værum miklu betur sett sem á "austur Íslandi" byggjum þá.

Hroki höfuðborgarbúa út í landsbyggðarfólk er slíkur á stundum að ég óska þess stundum þegar ég vakna á morgnanna og kveiki á útvarpinu, að það fyrsta sem ég heyrði væri að Reykjanesið frá Rauðavatni hefði slitnað frá landinu og ræki hratt í burtu í vesturátt.


Föstudagur 9. febrúar 2007 kl. 20:15

merkilegt að maður þurfi bara að búa í "Höfuð"borginni í 8 ár til að verða óvinurinn ;)

Föstudagur 9. febrúar 2007 kl. 22:11

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.