« Íslandshreyfing Ómars | Aðalsíða | Gleymt grundvallaratriði? »

Laugardagur 24. mars 2007

Breyttar baráttuaðferðir?

Ég hef undrast það undanfarið hversu andstæðingar okkar í pólitík hafa ráðist á formann Samfylkingarinnar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur oft svo hatrammlega að það er erfitt að átta sig á tilganginum. En segja má að pólitískar aðferðir hafi nokkuð breyst og er eitt myndband sem kom fram nýlega í kosningabaráttu demokrataflokksins þar sem stuðningsmaður Obama gerir myndband sem er ekki til stuðnings Obama heldur til að draga úr framboði Hillary Clinton. Þannig virðast stjórnmálin vera að breytast úr því að berjast fyrir því sem einstaklingurinn vill í það að berjast gegn þeim sem hindra framgang eigin frambjóðanda. Hér er þetta dæmi sem minnir mig á ofsóknarkennda baráttu gegn mínum formanni þar sem menn berjast ekki fyrir sínu heldur gegn öðrum.

Hér er um að ræða stolna auglýsingu af Philip de Vellis hann setti nafn sitt ekki við myndbandið í upphafi en þegar það komst upp hver hann væri sagði hann upp í vinnunni hjá tölvufyrirtæki sem m.a. hafði hannað vef fyrir Obama þarna má líka sjá upphaflega myndbandið. Hér er umfjöllun um málið í stjórnmálabloggi Washington Post. En hér kemur hin umdeilda breytta auglýsing:

kl. |Pólitík

Álit (1)

Er þetta í raun ekki nákvæmlega það sama og í raun hefur verið gert hér á landi og um allan heim, bara ekki eins mikið með beinum hætti líkt og auglýsingum?

Laugardagur 24. mars 2007 kl. 21:33

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.