« Flensan og ég | Aðalsíða | Breyttar baráttuaðferðir? »

Fimmtudagur 22. mars 2007

Íslandshreyfing Ómars

Þá er yfirlýsingin komin um framboð Ómars Ragnarssonar Íslandshreyfingin komin fram með bráðabirgðastjórn og fyrstu hugstormun að málefnum án frambjóðenda. Ég veit ekki hvað breyttist í dag varðandi það framboð annað en að það er komið lógó á klúbbinn. Við vissum af fólkinu, vissum af framboðinu en ekki hverjir byðu sig fram né heldur heildarstefnu svo hvorugt breyttist í dag. Þannig að það voru nokkur vonbrigði að ekkert nýtt kæmi fram þannig að þau eru enn við undirbúningsstörf og því bara að óska þeim alls hins besta í því. Ég hafði hinsvegar áhyggjur af því hversu ofsafenginn Ómar var í viðtali við Helga Seljan í Kastljósinu eins og hann væri ekki til í að láta tala við sig eins og stjórnmálamann. Líklega verður þetta mikil breyting fyrir manninn að þurfa að taka þátt í stjórnmálaátökum og fylgja málum eftir.

Ef það er eitthvað afl sem ég held að sé minnst þörf fyrir í dag þá er það enn eitt umhverfisaflið, allir flokkar eru komnir með nokkuð skýra stefnu og hafa sett málið á oddinn út frá mismunandi forsendum flokkanna. En þá virðist það vera ljóst að sex flokkar verða í framboði sem hlýtur að gleðja Sjálfstæðisflokkinn enda mun hann væntanlega maka krókinn við þessar breytingar og þar með tryggja stöðu sína við áframhaldandi stjórn. Ætli blómin á borðinu hafi verið frá honum?

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.