« Rauðanes og könnun | Aðalsíða | Kostnaður við námsbækur í framhaldsskóla »

Sunnudagur 8. apríl 2007

Jöfnuð: Fyrir börnin - Tannvernd

Við þurfum að jafna leikinn - fyrir börnin okkar. Það hýtur að vera sárt fyrir efnaminna fólk að geta ekki tryggt börnum sínum viðunandi læknisþjónustu á tönnum barnanna þeirra. Með forvarnaraðgerðum og eftirliti má ná langt og því þarf að tryggja að slík heilsuvernd sé endurgjaldslaus. Það er ekki nokkur heilbrigð skynsemi í því að heilbrigðiskerfi landsins nái til allra líkamsparta, beina og innyfla en þegar að tönnunum kemur draga að sér hendurnar. Öll heilsa barna skiptir máli og því þarf að huga að tannheilsu eins og annarri heilsu. Viðtal við Sigurð Rúnar Sæmundsson á Stöð 2 var sláandi þegar hann bendir á að ef barn tábrýtur sig þá er það innan heilbrigðiskerfisins en ef tönn brotnar þá þarf fjölskyldan að borga. Hver er jöfnuður barnanna þegar barn hinna ríku fær úrbætur en barn hinna efnaminni annaðhvort ekki eða þá að það hefur alvarleg áhrif á fjármál heimilisins.

Fátt kvelur meira en óheilbrigðar tennur sem síðan leiðir til óheilbrigðs mataræðis þegar ekki er hægt að beita tönnum. Tannheilsu barna hefur hrakað mikið og eru börn hinna efnaminni með töfalt fleiri skemmdir en börn hátekjufólks. Fréttin um tannlækninn sem þurfti að draga allar tennurnar úr sex ára gamalli stúlku þar sem tennurnar voru brunnar niður í rót. Kvalir litlu stúlkunnar hljóta að hafa verið ægilegar í langan tíma þangað til hún kemur til tannlæknisins.

Við þurfum að tryggja tannvernd barna og jafna leikinn, öll börn á Íslandi eiga að fá heilbrigðisþjónustu sem tryggir þeim mannsæmandi líf, ókeypis eftirlit og aðstoð við forvarnir gegn tannskemdum.

kl. |Pólitík

Álit (3)

Kristbjörg:

Ég er sammála því Lára að tannheilsa barnanna okkar er mikilvægt heilbrigðismál, með daglegri umhirðu okkar sjálfra og forvörnum er í flestum tilfellum hægt að koma algjörlega í veg fyrir tannskemmdir sem er hið besta mál hvernig sem á það er litið, eftirlit án endurgjalds þegnanna hlýtur að stuðla að því að þessir hlutir séu í lagi.
En það er annað mál sem mér hefur alltaf fundist hið mesta óréttlæti, það er kostnaður vegna sjóngalla barna, kostnaður sem oft á tíðum getur verið mikill, gleraugu o.þ.h., en enginn getur jú gert að því hvernig sjón hann fær í vöggugjöf!?

Sunnudagur 8. apríl 2007 kl. 16:07

Já ég er sammála því gleraugu eru hræðilega dýr og það þarf virkilega að skoða það mál betur.

Miðvikudagur 11. apríl 2007 kl. 14:23

Jóhanna:

Ég tek undir þetta með tannheilsuna. Það er líka lenska að börn fái súra drykki mér sér í nesti í skóla eða keypt. Einnig mjólkurvörur með viðbættum sykri, eins og kókómjólk eða sætar mjólkurvörur auk þess fokdýrar í einnota plastumbúðum sem ekki eru endurunnar. Í skóla með 600 börnum eru gjarnan notaðar 600 plastdósir á dag undan ýmsu. Krakkarnir mínir drekka mikið vatn af ýmsum ástæðum og oft er erfitt að komast í vel kalt vatn í skólanum. Leiðslur í skólastofur eldgamlar og liggja með hitaleiðslunni á leið í stofunni o.s.frv. Að fá að drekka vatn er í flestum skólum sem ég hef átt barn "sérþörf". Veit líka um kennara sem barist hafa fyrir því að krakkarnir fengju mjólk í glösum úr stærri umbúðum í skólanum og það er ljóta vesenið í svoleiðis kennurum ! Líst þess vegna vel á hafragrautin fyrir norðan. Hitt sem varðar tannheilsu eru tannréttingar er mikið mál fyrir þá sem minna hafa, þó útlitsdýrkunin sé nú stundum út á ystu nöf þá er hægt að velta fyrir sér hvort skakkar tennur verða merki um stétt og uppruna á Íslandi framtíðarinnar ?
Gleraugnamálinu þarf að sjálfsögðu að taka á og fyrr en seinna.
kv. JL

Fimmtudagur 12. apríl 2007 kl. 01:25

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.