« Frjóa Ísland - menningarstefna | Aðalsíða | Aldraðir eiga betra skilið »

Mánudagur 7. maí 2007

Háhraðasamband skiptir máli

Það er ótrúlegt að menn trúi því að Google fari að nota Ísland sem geymslusvæði fyrir gögn. En það er algerlega vonlaust á meðan við höfum óörugga og of litla burðargetu á gögnum til landsins. Sæstrengirnir sem við erum með núna eru algerlega ófullnægjandi eins og þeir sem vinna við upplýsingatækni og þá sérstaklega útflutning í gegnum Netið vita með vissu. Eins er afar ólíklegt að landsbyggðin njóti þess að setja upp slíka þjónustu þar sem pípurnar þurfa að vera sem breiðastar. Tja nema menn fari að viðurkenna þá staðreyndir að sæstrengirnir koma til landsins annarsvegar í Seyðisfirði ef ég man rétt og hinsvegar í Vestmannaeyjum. Þá væri hægt að setja slíka þjónustu þar og láta landið afturfyrir í gagnaröðinni - en því getur ekki nokkur maður verið hlynntur.

Betra gagnasamband við landið er ekki á næstu grösum, lagning sæstrengs tekur tíma.

Háhraðasamband á landsbyggðinni er víða afar dapurt eða ekkert. Fjarskiptasjóður sem bráðum fer að bjóða út þjónustu nefnir hugmyndir um að lágmarkskrafa "gæti orðið" frá 512 Kb/s sambandi sem er gamaldags sambands og úrelt áður en það er sett upp. Sem betur fer er þetta ekki ákvarðað heldur bara hugmynd en nauðsynlegt er að hafa s.k. "fegurðarsamkeppni" þ.e. að taka því boði sem býður upp á bestu þjónustu en ekki lágmarksþjónustu þó hún kosti meira. Mér er hinsvegar til efs að þeir fjármunir sem hafa verið settir í málið dugi til þess að gefa landsbyggðinni svo gott Netsamband að allir geti stundað atvinnu hvar sem er á landinu.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.