« Ótrúleg palestínsk stúlka | Ađalsíđa | Lofthellir »

Miðvikudagur 20. júní 2007

Hvađ er ljósmyndari?

Ég fékk í dag geisladisk frá skólanum međ myndbandi um Richard Avedon ljósmyndara. Myndabandiđ er um einn og hálfur tími sem fjallar um verk Avedon og viđhorf gagnvart ljósmynduninni. Hann leitast viđ ađ finna í ţeim einstaklingum sem hann myndar eitthvađ sem honum finnst "satt" eđa "raunverulegt" sem gerir myndirnar sérstakar og snerta áhorfandann. Ađ sumu leyti fannst mér athyglisvert einhvert tilfinningaleysi sem hann hefur gagnvart viđfangsefninu, viđhorfiđ ađ hann stjórni, skapi og móti. Á sama tíma er eins og hann sjálfur sé einmana og innilokađur, eins og hann sé ađ leita ađ eigin tilfinningum í viđfangsefninu.

Ţađ sem ég sit eftir međ er ađ ég hef ekki hugsađ nćgilega af hverju ég er ađ mynda ţađ sem ég mynda. Hvađa ljósmyndir eru ţađ sem ég vildi í rauninni gera og hverjar verđa bara til ţegar ég á leiđ um tilveruna. Líklega fć ég ađ hugsa nóg um ţađ í skólanum sem byrjar á morgun, ég held ég hafi ekki hlakkađ eins til fyrsta skóladags eins og ég geri núna. En hugsunin er sterkust um hvađ er ljósmyndari og hvađ er hann ađ fanga og til hvers?

kl. |Ljósmyndun

Liđinn er sá tími sem hćgt er ađ gefa sitt álit. Hafđu samband ef ţú vilt koma einhverju á framfćri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörđur
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift ađ vefdagbók Áskrift ađ vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.