« Nýjasta tækni | Aðalsíða | Námið á fullu »

Mánudagur 9. júlí 2007

Lært og lært

Það er talsverð vinna að vera í námi, ég er í 9 einingum í Academy of Art University (AAU) núna á sumarönninni sem þýðir 6 próf á viku, a.m.k. 6 verkefni oftast meira og síðan umræður við aðra nemendur. Þetta er strangt en gott nám og ég hef lært heilan helling frá því ég byrjaði en nú er önnin að verða hálfnuð. Þarna tíðkast miðannarverkefni sem eru stærri í sniðum en þau venjulegu en miðannarlotan er einmitt í þessari viku. Það gefst lítill tími til annars en að læra en í dag er ég að fara að lesa um ljósmyndun sem listgrein og ágreining sem hefur verið um hvort eitthvað sem er numið með tækjum geti verið list. Þetta hefur mjög breyst frá því ljósmyndunin byrjaði en nú seljast ljósmyndir eftir þekkta ljósmyndara gríðarlega háu verði enda er talið að þeir fjölfaldi ljósmyndir sínar oftast í færri eintökum en t.d. grafíklistamenn. Líklega verður að gæta vel að því að hafa takmarkað upplag af því sem gert er til þess að tryggja verðmætin. Þá er spurning hvort menn eyðileggja frumeintakið þannig að ekki sé hægt að gera fleiri myndir.

kl. |Ljósmyndun

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.