Færslur í október 2007

« september 2007 | Forsíða | nóvember 2007 »

Sunnudagur 7. október 2007

Á næstu grösum

Í dag opnaði ég ljósmyndasýningu á veitingastaðnum Á næstu grösum á horninu á Klapparstíg og Laugavegar í Reykjavík. Sýninguna nefni ég Gróður jarðar og eru þar myndir af byggi, sveppum og bláberjum. Ég var ekki nógu dugleg að láta fólk vita af opnuninni en engu að síður mættu fjölmargir vinir, ættingjar og ljósmyndarar. Ég var nokkuð stolt af þessu öllu saman. Endilega drífið ykkur að sjá sýninguna og látið mig vita hvernig ykkur finnst og hvetjið þá sem vantar að kaupa sér ljósmynd til að mæta því það væri ekki verra að selja nokkrar myndir þarna;-)

kl. |Ljósmyndun || Álit (7)

Föstudagur 12. október 2007

Ótrúlegt klúður

Ég er auðvitað himinsæl með nýjan meirihluta í Reykjavík en á sama tíma algerlega bit á ótrúlegu klúðri Sjálfstæðismanna sem kemur mér algerlega á óvart. Yfirleitt hefur ákveðin festa verið á regluverki í þeim flokki og menn hafa gætt þess að leysa sín mál heima hjá sér í staðinn fyrir að sprikla í fjölmiðlum. Unga fólkið í flokknum er hinsvegar ekki sama sinnis og vill greinilega breytingar sem þau koma ekki í gegn innan flokks. Við munum eftir ályktun ungliðanna í Sjálfstæðisflokknum hér á Akureyri fyrir stuttu síðan og því verður að fara að álykta sem svo að ungt fólk í flokknum sé ekki að fá framgang eða tekið mark á því og því virðist flokkurinn í meiri krísu en ég taldi. Munurinn á Akureyri og Reykjavík er e.t.v. fyrst og fremst sá að unga fólkið var í borgarstjórnarmeirihlutanum en hér á Akureyri er það eldra fólk sem leiðir listann. Þar er meiri festa og ró virðist vera en meðal þeirra ungu í flokknum, því eru pólitískar aftökur innan flokksins ekki mögulegar á sama hátt og í Reykjavík.

Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort það sé alvarleg kreppa innan Sjálfstæðisflokksins milli ungliða og þeirra sem eru miðaldra og eldri. Líklega hafa þeir eldri algerlega hundsað þá yngri eða þá að meðal þeirra ungu er bráðlæti sem ekki er hægt að koma böndum yfir. Nauðsynlegt er fyrir forystu flokksins að skoða sín mál gaumgæfilega innan flokks því þar virðist stærsti vandinn. Það þýðir ekkert fyrir flokkinn að ætla að gera Björn Inga einan ábyrgan fyrir því hvernig fór.

Ungliðarnir í borgarstjórn Reykjavíkur sýndu hinsvegar gríðarlegan pólitískan klaufaskap, framkoma þeirra við leiðtoga sinn í borginni fádæmalaus og þeirra ein er ábyrgðin á því hvernig fór. Líklega var það þeirra eigin valdagræðgi sem varð meirihlutanum í borgarstjórn að falli.

kl. |Pólitík || Álit (1)

Sunnudagur 21. október 2007

Hlátur er bestur

Fátt er skemmtilegra en eitthvað sem fær mann til að hlægja svo innilega, hér er myndband af dásamlegum páfagauk sem dansar betur en nokkur sem ég hef séð;-)

kl. |Tilveran || Álit (1)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.