« Gleđilegt ár! | Ađalsíđa | Börn alkohólista - hin gleymdu börn »

Föstudagur 4. janúar 2008

Eyđslubílar

Í desember skipađi Össur Skarphéđinsson mig formann stjórnar Orkuseturs. Mér ţótti vćnt um ţessa tilnefningu ţar sem ég hef haft mikinn áhuga á orkumálum og sparnađi á orku. Eins og allt of margir ađrir ţá er ég hinsvegar sérhlífin ţegar kemur ađ eigin sparnađi. Ég fletti til dćmis upp á ţví hversu miklu bíllinn minn eyđir miđađ viđ marga ađra en ţađ er frábćr reiknivél hjá Orkusetri sem reiknar slíkt út - ég rođnađi. Mćli međ ţví ađ ţeir sem eru ađ fara ađ kaupa sér bíl prófi ţennan útreikning ţví ţađ er hćgt ađ fá sambćrilega bíla, jafnvel alveg eins bíla sem menga minna.

Ţegar ég sá um innflutning fyrir Söluumbođ LÍR fyrir margtlöngu fluttum viđ inn fyrstu varmadćluna upp úr 1980. Ég var geysilega spennt en tćkiđ var rándýrt. Fyrst ţurfti tćkiđ í Rafmagnseftirlit ríkisins ţrátt fyrir ađ hafa alla pappíra frá Norđurlöndum og Ţýskalandi ef ég man rétt. Í stuttu máli sagt eyđilögđu ţeir dćluna í prófunum, skáru utan af henni alla einangrun og skiluđu henni í rúst. Viđ áttum ekki fyrir annarri ţó ađ ţeir hafi komist ađ nákvćmlega sömu niđurstöđu og kollegar ţeirra í öđrum löndum. Hjá Orkusetri er verkefni sem tengist varmadćlum sem er eins og ađ hitta fyrir gamlan og góđan kunningja.

Ég fékk frábćra kynningu hjá Sigurđi Friđleifssyni framkvćmdastjóra setursins sem er bćđi gríđarlega fróđur og áhugasamur. Ţađ verđur gaman ađ fást viđ ţetta verkefni.

kl. |Pólitík

Álit (1)

Ţađ er mjög áhugavert ađ skođar ţessar tölur og ágćtis "vísbending" en alveg merkilegt hvađ allir mínir bílar fyrr og síđar hafa veriđ í F eđa G flokki ;)
Virđist vera reynt ađ vinna í ţessu međ hćkkunum á eldsneytisverđi... spurning hvort ţađ sé ađ virka ;)

Laugardagur 5. janúar 2008 kl. 16:38

Liđinn er sá tími sem hćgt er ađ gefa sitt álit. Hafđu samband ef ţú vilt koma einhverju á framfćri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörđur
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift ađ vefdagbók Áskrift ađ vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.