« Myndir frá AIM festival | Aðalsíða | Ljóð úr ljóðasmiðjunni »

Fimmtudagur 26. júní 2008

Ljóðagerð

Ég ákvað að taka áfanga í skapandi skrifum í mastersnáminu til að mér gengi betur að rita texta á ensku með myndunum mínum. Nú strögla ég og strögla við að lesa ljóð á ensku og semja mín eigin. Eins og aðrir Íslendingar hef ég alltaf samið ljóð frá því ég man eftir mér en um 10 ára aldurinn samdi ég ódauðlegt ljóð sem ég sendi pennanvinkonu minni frá Patreksfirði sem hófst svona:

Komdu sæl mín fína
mig sækir magapína
en hún er nú að sjatna
og verkurinn að batna

Það sem er skemmtilegt við ljóðalesturinn er að Magnús Ásgeirsson þýddi sum ljóðanna á íslensku sem við erum að fást við en hann hefur verið í uppáhaldi hjá mér. Óvenju snjall listamaður sem gat þýtt erlent ljóð svo vel að það hvarflar varla að manni annað en það sé runnið undan rifjum rammíslenskra skálda. Skemmtileg hugarleikfimi að skoða hvernig ljóð umbreytast í þýðingunni og hvort sú breyting verður til þess að það menningarsamfélag sem les þýdda ljóðið skilur það eins og upprunalega ljóðið var skilið í því málsamfélagi sem það var samið.

En nú stenst ég ekki að semja lög við ljóðin sem ég sem svo það tefur nokkuð við námið;-)

Annars er búið að dagsetja stóra prófið í sumar þann 25. júlí kl. 18 að íslenskum tíma þannig að það er nægur tími til að stressa sig á þessu;-)

kl. |Tilveran

Álit (2)

Valgerður Ósk:

Sæl Lára
Gangi þér vel með ljóðagerðina, það er alltaf aðeins strembnara að reyna að berja saman texta á öðru tungumáli en móðurmálinu.

Nógur tími til 25. júlí - best að fresta stressi um eina eða tvær vikur:oD

Kveðja Valgerður nýakureyringur

Fimmtudagur 26. júní 2008 kl. 14:29

Velkomin!!! Endilega líttu við í kaffi það væri svo gaman að sjá þig!

Fimmtudagur 26. júní 2008 kl. 15:46

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.