Færslur í ágúst 2008

« júlí 2008 | Forsíða | nóvember 2008 »

Fimmtudagur 7. ágúst 2008

Sóðalegur hver

Ég var að mynda á Þeistareykjum í gær og varð fyrir vonbrigðum með umgengnina um hverina á svæðinu. Fullt af drasli, flöskum og plastúrgangi. Svæðið er ægifagurt og hverirnir einstaklega fallegir svo þetta stakk í augun.

Ég tel afskaplega mikilvægt að gengið sé vel um það náttúrundur sem er á Þeistareykjum enda sýndist mér að þeir sem vinna þarna við boranir séu að ganga vel um. Því velti ég fyrir mér hvers vegna og hverjir ganga svona um hverina og hverjir í raun beri ábyrgð á svæðinu.

kl. |Ljósmyndun || Álit (0)

Fimmtudagur 21. ágúst 2008

Ást í Bolungarvík

Var að lesa frábært viðtal við Teresa Juan sem er hér hjá mér í gegnum CouchSurfing en við vorum einmitt á Mývatni í dag. Hún er með eigin þátt á útvarpsstöðinni Radio International á Spáni sem er önnur stærsta útvarpsstöðin þar í landi. Fréttin fjallar um sjálfboðaliðastarf hennar í tengslum við ástarvikuna á Bolungarvík en hún hefur einmitt verið að segja mér frá lífsreynslunni þar. Skemmtilegast þótti mér að lesa um að henni fannst að hún væri í mynd í National Geographic á meðan hún var á Bolungarvík og ég vona að næstu blaðsíður í ferðinni verði sama lífsreynslan. Ferlega gaman að vera með henni um tíma;-)

kl. |||

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.