Færslur í desember 2008

« nóvember 2008 | Forsíða | mars 2009 »

Þriðjudagur 2. desember 2008

Jarðhiti í Hrísey

Alltaf er jafn gaman að taka myndir í verkefninu mínu um jarðhita á Norðurlandi. Ég var út í Hrísey í síðustu viku og þrátt fyrir að veðrið væri snúið var gríðarlega gaman. Það er miklar andstæður fólgnar í því að sjá vetrarveðrið, hafið, fjöllin og síðan lítið kot og tank sem veitir íbúum í Hrísey yl. Hér eru nokkur dæmi um myndir sem ég tók.

kl. |Ljósmyndun || Álit (0)

Laugardagur 6. desember 2008

Kúba 1976

Ég hef verið að skoða margmiðlunarheimildarmyndasögur og varð verulega hrifin af 1976 sem er þrívíddarljósmyndun og fjallar um lífið á Kúbu líklega árið 1976. Þetta er aðferð sem mér þætti gaman að kunna og fást við. Þetta er eitt af þeim fjölmörgu frásögnum sem eru á Mediastorm sem mig minnir að ég hafi áður bent á hérna.

Virkilega þess virði að horfa á þetta.

kl. |Ljósmyndun || Álit (0)

Sunnudagur 7. desember 2008

Ljósmyndir Halldórs Laxness

Ég sá sýningu á ljósmyndum Halldórs Laxness í Þjóðmenningarhúsinu þar sem þær nutu sín vel. "Ljósmyndirnar á sýningunni eru tækifærismyndir ferðalangsins, eiginmannsins, fjölskylduföðurins og vinarins - Halldórs Laxness. Þær eru einkaljósmyndir sem bera vitni um víxlverkan fjölskyldulífs, stjórnmálalífs og skáldaframa á ævi hans. " segir í texta um sýninguna á heimasíðu Þjóðmenningarhússins.

Það er áhugavert hvernig Halldór skoðar heiminn með linsu myndavélarinnar og ég velti fyrir mér hversu mikið er hægt að læra um einstakling á því hvernig hann tekur ljósmyndir. Við horfum oft öll á sama umhverfið en sú mynd sem við geymum af því er nánast aldrei sú sama. Einnig geta menn verið staddir með myndavél á sama stað en komið út með gerólíka ljósmynd. Eitt verkefni sem ég þurfti að vinna í skólanum var að taka 25 ljósmyndir úr nákvæmlega sömu sporunum og það kom mér verulega á óvart að það væri hægt og hversu gerólíkar myndirnar voru. Þess vegna þótti mér þessi sýning áhugaverðari því ég upplifði hana eins og lítinn glugga af sýn Halldórs á lífið.

Einnig þótti mér áhugavert hversu listrænn Halldór var oft í ljósmyndun sinni þ.e. hvernig hann valdi að fanga viðfangsefnið og stilla því upp innan hins tvívíða ramma sem ljósmyndin er. Ég hvet fólk eindregið til að kíkja á þessa sýningu.

kl. |Ljósmyndun ||

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.