« Kátur og Emilía | Ađalsíđa | Frábćr leikhúsferđ »

Miðvikudagur 30. júlí 2003

Stóra ritgerđin

Enn einu sinni er ég lögst yfir mastersritgerđina mína sem er kölluđ "stóra ritgerđin" hér á heimilinu til heiđurs vinaris í sjónvarpsţáttunum Fornbókabúđinni sem alltaf var ađ skrifa ritgerđ en klárađi aldrei.


Ég er líklega eins og hann er hálf eirđarlaus yfir ritgerđarvinnu. Ég óska oft ađ ég sé ţessi grúskari sem hefur unun af ţví ađ liggja yfir rannsóknarvinnu og skrifum. En ţađ ţýđir lítiđ ađ óska ţess ţegar mađur hefur veriđ í ćvintýraheim upplýsingatćkninnar í tvo áratugi ţar sem alltaf á eitthvađ ađ vera ađ gerast. Fyrir okkur hafa undanfarin ár veriđ harla dauf, lítiđ um nýjar spennandi nýjungar og manni líđur stundum eins og tćknihjóliđ sé ađ hćgja á ferđinni.

Sem betur fer hefur eitthvađ veriđ ađ gerast undanfariđ varđandi samspil síma og Netsins ţökk sé Hex hugbúnađi annars hefđi ég líklega dáiđ úr leiđindum. Ég ţrífst á tćkninýjungum, brúka ţćr og finna ţeim tilgang í veröldinni helst í tengslum viđ nám og kennslu. Ţetta má sjá í vefdagbókinni minni sem auk ţess ađ hafa texta hefur nú talađ mál og myndir úr símanum mínum. Vefdagbćkur eru líklega sá miđill sem hefur veriđ mest vanmetinn en ţetta er allt ađ lagast núna sýnist mér. Frumkvöđlar eins og Salvör Gissurardóttir sem menn kannski kímdu ađ ţegar hún var ađ skrifa vefdagbókina sína sannar enn og aftur ađ hún hefur framtíđarsýn á tćkni sem fáir standa á sporđi. Hún er búin ađ blogga frá ţví 2001 ef ég man rétt. Ţađ er aldrei galiđ ađ leita í smiđju til hennar.

En aftur ađ stóru ritgerđinni, á međan tćkninýjungarnar hlćgja ađ mér og höfuđiđ á mér er fullt af hugmyndum og möguleikum ţarf ég ađ setjast niđur og velta fyrir mér orđalagi, hvort allt sé nógu skýrt, númer á töflum í lagi, efnisyfirlitiđ rétt upp sett, heimildir í lagi og annađ óskaplega óspennandi. Ég er ábyggilega haldin einhverri sjálfspíningarhvöt ađ hafa fariđ út í ţetta. Er ţađ ekki?

Sigh...

kl. |Tilveran

Álit (1)

Kćra sys,
sjálfspíningarhvöt.....kannski, en sumt ţarf mađur ađ klára.
Ég býđ mig fram í ađ veita ţér andlegan stuđning í ţessu máli, um helgina í eingin persónu og síđan ađ sjálfsögđu međ hjálp tćkninnar.
Nú er bara ađ láta sig hafa ţađ og klára dćmiđ

Miðvikudagur 30. júlí 2003 kl. 14:43

Liđinn er sá tími sem hćgt er ađ gefa sitt álit. Hafđu samband ef ţú vilt koma einhverju á framfćri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörđur
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift ađ vefdagbók Áskrift ađ vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.