« Kátur og Emilía | Aðalsíða | Frábær leikhúsferð »

Miðvikudagur 30. júlí 2003

Stóra ritgerðin

Enn einu sinni er ég lögst yfir mastersritgerðina mína sem er kölluð "stóra ritgerðin" hér á heimilinu til heiðurs vinaris í sjónvarpsþáttunum Fornbókabúðinni sem alltaf var að skrifa ritgerð en kláraði aldrei.


Ég er líklega eins og hann er hálf eirðarlaus yfir ritgerðarvinnu. Ég óska oft að ég sé þessi grúskari sem hefur unun af því að liggja yfir rannsóknarvinnu og skrifum. En það þýðir lítið að óska þess þegar maður hefur verið í ævintýraheim upplýsingatækninnar í tvo áratugi þar sem alltaf á eitthvað að vera að gerast. Fyrir okkur hafa undanfarin ár verið harla dauf, lítið um nýjar spennandi nýjungar og manni líður stundum eins og tæknihjólið sé að hægja á ferðinni.

Sem betur fer hefur eitthvað verið að gerast undanfarið varðandi samspil síma og Netsins þökk sé Hex hugbúnaði annars hefði ég líklega dáið úr leiðindum. Ég þrífst á tækninýjungum, brúka þær og finna þeim tilgang í veröldinni helst í tengslum við nám og kennslu. Þetta má sjá í vefdagbókinni minni sem auk þess að hafa texta hefur nú talað mál og myndir úr símanum mínum. Vefdagbækur eru líklega sá miðill sem hefur verið mest vanmetinn en þetta er allt að lagast núna sýnist mér. Frumkvöðlar eins og Salvör Gissurardóttir sem menn kannski kímdu að þegar hún var að skrifa vefdagbókina sína sannar enn og aftur að hún hefur framtíðarsýn á tækni sem fáir standa á sporði. Hún er búin að blogga frá því 2001 ef ég man rétt. Það er aldrei galið að leita í smiðju til hennar.

En aftur að stóru ritgerðinni, á meðan tækninýjungarnar hlægja að mér og höfuðið á mér er fullt af hugmyndum og möguleikum þarf ég að setjast niður og velta fyrir mér orðalagi, hvort allt sé nógu skýrt, númer á töflum í lagi, efnisyfirlitið rétt upp sett, heimildir í lagi og annað óskaplega óspennandi. Ég er ábyggilega haldin einhverri sjálfspíningarhvöt að hafa farið út í þetta. Er það ekki?

Sigh...

kl. |Tilveran

Álit (1)

Kæra sys,
sjálfspíningarhvöt.....kannski, en sumt þarf maður að klára.
Ég býð mig fram í að veita þér andlegan stuðning í þessu máli, um helgina í eingin persónu og síðan að sjálfsögðu með hjálp tækninnar.
Nú er bara að láta sig hafa það og klára dæmið

Miðvikudagur 30. júlí 2003 kl. 14:43

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.