« Í Grundarfirði | Aðalsíða | Um framsóknarkonur »

Þriðjudagur 25. janúar 2005

Fjarstýringar og lóðasamningur

Ég er með lóðasamning við vinkonu mína sem þýðir að þegar einhver af hennar þriggja eðaltíkum er lóða þá tek ég rakkann sem er orðinn hálfsárs og kominn með hvolpavit á tíkum. Sá stutti er hinsvegar ekki alltaf sáttur og brast á með að naga í tætlur fjarstýringuna á Karaokee DVD spilaranum mínum. Það gengur auðvitað ekki svo ég fór í BT til að fá nýja fjarstýringu, þá urðu hlutirnir frekar skrýtnir.

Ég gat fengið fjarstýringu ekkert mál fyrir fjögurþúsund en þá voru ekki Karaokee effektarnir og ekkert slíkt að fá. Kannski væri hægt að sérpanta fjarstýringuna og þá myndi það kosta um tíu til fimmtán þúsund. Hinsvegar gæti ég fengið nýtt Karaokee tæki fyrir sjöþúsund krónur. Já já þetta var auvitað 3.900 og 6.900 og allt það en ég rúnna af.

Þetta endaði auðvitað með því að ég á nýtt Karaokee tæki enda ódýrara en ný fjarstýring á eldra tækið. Fáránlegt yfir höfuð að það sé ódýrara að kaupa sér nýja græju heldur en nýja fjarstýringu á harla gott tæki. Það er orðinn furðulegur heimurinn - betra að kaupa skó en gera við. Nýtt tæki í stað aukahlutar. Við söfnum rusli með þessu áframhaldi - rusli sem eru hlutir í fínu lagi. Handverk og nýtni virðist eitthvað sem við neyslusamfélagið erum alveg búin að gleyma.

kl. |Tilveran

Álit (1)

Eygló:

Hvað meinarðu með að þeir hafi orðið frekar skrýtnir við nýja fjarstýringu!!!???
Þú talar í gátum kona!!! :-)

Þriðjudagur 25. janúar 2005 kl. 21:39

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.