« Lífsins litir | Aðalsíða | Tíu þúsund myndir »

Miðvikudagur 25. maí 2005

Handklæðadagur og vikt

Í dag er handklæðadagur sem er afar skemmtilegt fyrirbæri. Fyrst og fremst er það ákaflega stressandi því það er svo hallærislegt fyrir miðaldra konu að ganga um með handklæði svo þetta verður áreiðanlega ævintýradagur. Í gær byrjaði ég síðan á dönsku viktarprógrammi, get leitað mér aðstoðar á spjallborði á netinu hjá íslenskum þjáningarsystkinum. En allavega þegar ég fer að gráta úr súkkulaðiþörf þá get ég notað handklæðið til að þurrka tárin.

kl. |Tilveran

Álit (5)

Blessuð vertu - þú þarft ekkert handklæði því þetta venst vel! Þú borðar endalaust grænmeti og breytir smám saman mataræðinu því þér mun líða svo vel af þessu. Breyttur lífsstill er ekkert til að gráta yfir elsku Lára mín. Viktarráðgjafinn er í miklu uppáhaldi hjá mér- líka! Kv. frá Jónu

Miðvikudagur 25. maí 2005 kl. 09:37

Virðist ótrúlega fjölbreytt gagn af handklæðum, miðað við handklæðasíðuna. Kíkti líka á dönsku megrunarsíðuna og vil benda þér á að það er enginn vandi að gera "fyrir" og "eftir" myndir í Fótósjoppu (eða PSP) með minni þjáningum en eta grænmeti í hvert mál. (Mér hefur einnegin tekist að útskrifa kött með þeirri aðferð ;-) Ég reikna nefnilega með að fyrir-eftir myndir séu aðalmálið, þær eru alltaf mest áberandi á megrunarsíðum.

Annars segi ég bara gúdd lökk með megrunina og handklæðið! Sjálf hef ég gert mín aukakíló að aðalkílóum (að sinni) og lít náttúrlega miklu betur út með þau en náttúrlega mjög mjó! ... svo mikið betur að fólk heldur jafnvel að ég sé hætt að reykja ;-)

Miðvikudagur 25. maí 2005 kl. 09:59

Handklæðadagurinn er möst Jóna þar sem handklæði hafa afar víðtæka gagnsemi sé maður puttaferðalangur um geiminn eins og kemur fram í Hitchikers guide through the galaxy. En mér líst annars vel á matarprógrammið, væri alveg til í að fótósjoppa mig Harpa hefði meira gaman af því en breyttu mataræði. En einhverntíman þurfti ég svosem að fara að taka á þessum lífsstíl, ég vil ekki hanga í líkamsræktarsölum, gönguferðir á morgnana með Káti eru bestar svo þetta er líklega það alskynsamlegasta sem ég geri. Nú þarf ég bara að halda þetta út svo allur stuðningur og pepp afar vel þegið;-) Kannski ég léttist;-)

Miðvikudagur 25. maí 2005 kl. 10:37

Þar sem ég er áskrifandi af dönsku blaði sem styður þessa lífstílsbreytingu þá á ég hrikalega mikið af skemmtilegum uppskriftum frá þeim, þær eru yfirleitt mjög bragðgóðar, Þú getur fengið að kíkja aðeins í möppuna hjá mér ef þú vilt.

Miðvikudagur 25. maí 2005 kl. 13:05

Vil koma því að í umræðunni (svo enginn telji mig grænmetisóvin) að ég dvaldi í 3 vikur í Hveragerði fyrir 7 árum síðan og var eingöngu á grænmetisfæði, þar sem ég lét ekki ofan í mig fiskmeti það sem aðrir vistmenn gröðguðu í sig einu sinni í viku. Mér þótti grænmetis-maturinn mjög góður (hins vegar fitnaði ég einungis um 300 grömm í þessari dvöl þrátt fyrir ráðleggingar næringarfræðingsins á hælinu). Grænmetismaturinn fer líka ljómandi vel í maga, öfugt við það sem margir halda. Aftur á móti tel ég sama hælis það mjög til lasts að bjóða upp á hundrað tegundir af te-dóti en ekkert kaffi! Gerði svo sem lítið til því flestir dvalargestir koma sér í kaffiklúbb á fyrsta degi og taka þátt í uppáhellingum á öllum baðherbergjum hælisins. Ég gekk fúslega í kaffiklúbb reykingamanna, sem dvöldu löngum stundum í sínum reykingakofa á lóðinni og skutu skjólshúsi yfir þá sem féllu á "hætta-að-reykja" námskeiðunum á sama hæli ;-)

Sem sagt: Mæli bæði með grænmeti og hælinu :)

Miðvikudagur 25. maí 2005 kl. 16:20

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.