« Ólgusjór | Aðalsíða | Ræður BNA ekki við hamfarir? »

Föstudagur 2. september 2005

Sameining?

Nú er stutt í sameiningarkosningar við Eyjafjörð og lítið hefur farið fyrir umræðu um sameiningu eða hvað hún myndi fela í sér. Svæðið er stórt, allt frá Siglufirði til Grenivíkur og sveitarfélögin níu sem hugmyndin er að sameina eiga mis mikið sameiginlegt. Þrátt fyrir litla umræðu er talað um að Vinstri grænir og Samfylking hafi rætt um að vinna saman en ekkert slíkt hefur átt sér stað. Enda klufu Vinstri grænir sig út úr samstarfi við Samfylkinguna fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar á Akureyri og væri dálítið sérstakt ef þeir óskuðu samstarfs einungis einum kosningum síðar. Hugmyndir um samstarf sömu flokka og stóðu að R listanum í Reykjavík eru furðulegar í ljósi þess að hér er pólitískt umhverfi með allt öðrum hætti og spurning hvort Framsóknarflokkurinn sér nokkurn hag í því frekar en aðrir.


Eftir stendur að á sumum stöðum svæðisins hefur samstarf gengið vel, annars staðar illa og á enn öðrum stöðum hafa engir pólitískir flokkar verið að bjóða fram. Ekki er ljóst hverjir gætu viljað sameinast og þá hverjum, áhuginn er lítill og því veit enginn hvort einhver sameinast og þá hvernig. Samþykki nægilega mörg sveitarfélög sameiningu í kosningunum í október verður aftur kosið í nóvember. Þá fyrst kemur í ljós hvort og þá hverjir sameinast. Þá fyrst er hægt að fara að ræða framboð og hugsanlegt samstarf.

Auðvitað eiga menn að vera tilbúnir til viðræðna og skoða alla fleti en ég get ekki séð hvað í stöðunni núna ætti að hvetja til samstarfs Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Sérstaklega í ljósi þess að Samfylkingin hefur á stefnuskrá sinni að bjóða fram undir eigin merkjum hvar sem það er mögulegt. En það er með þetta eins og svo margt annað - þetta kemur allt í ljós.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.