« Einelti á Netinu | Aðalsíða | Formaður fær ráð frá Danaveldi »

Fimmtudagur 3. nóvember 2005

Átján komma sex

Mitt í amstri hversdags og prófkjörs er um að gera að gleðjast yfir því að hafa lést um 18,6 kíló, mér miðar hreint alveg prýðilega frá því ég byrjaði að fylgja mataræði Íslensku viktarráðgjafanna. Ég byrjaði 24 maí og hafði nú ekki mikla trú á því að þetta tækist hjá mér en hægt og bítandi hefur mér tekist að borða af mér og er núna bara lukkuleg þegar ég lít í spegil. Að vísu hef ég fengið allan tímann athugasemdir um að nú sé nóg komið og nú sé alveg að koma að því að ég verði horuð og tekin í framan. Ég er ekkert teknari í framan né ellilegri nema síður sé þannig að ég held áfram einbeitt og stefni að því að komast í mína kjörþyngd. Maturinn góður og lífið gott;-)

kl. |Tilveran

Álit (13)

diddú:

Til lukku þetta er u.m.þ.b. ein Inga rannveig og 2 smjörlíki...líst vel á þig :)

Fimmtudagur 3. nóvember 2005 kl. 14:08

Diddi:

Frábær árangur! Til hamingju.

Fimmtudagur 3. nóvember 2005 kl. 15:41

Þú sem sagt mælir með þessari aðferð?

Fimmtudagur 3. nóvember 2005 kl. 17:12

Tja hún allavega svínvirkar fyrir mig en hvort hún passar fyrir alla veit ég ekki. En um að gera að lesa efnið sem ég tengdi í þá geta menn metið það. Allavega ekki einhver kúr sem maður skilur ekki rökrétt heldur heilbrigt og gott mataræði og frábærar uppskriftir þannig að maður er í gúrmei fæði;-)

Fimmtudagur 3. nóvember 2005 kl. 17:39

Jón Ingi:

'i alvöru... ég hef ekki tekið eftir neinu :-)

Fimmtudagur 3. nóvember 2005 kl. 19:33

Vá, flottur árangur. Til hamingju. :)

Fimmtudagur 3. nóvember 2005 kl. 22:28

Sá mynd af þér í óvönduðum snepli og sýndist þú hafa yngst um a.m.k. áratug miðað við myndina! Svoleiðis að hnýtingar um að konur á okkar aldri eigi að vera búlduleitar eins og maddaman á Útirauðsmýri eiga alls ekki við ... þú ert a.m.k. gullfalleg þrátt fyrir kílóamissinn :) Hamingjuóskir með flottan árangur!

Föstudagur 4. nóvember 2005 kl. 11:23

Þú lest semsagt óvandaða snepla frú Harpa? Takk annars öll fyrir frábæra hvatningu. Manni veitir ekki af á endasprettinum þegar svo freistandi er að hætta þessu. Fór út í búð og keypti rúllupylsubuxur áðan (sem eru ferlega þröngar) og þá sér maður betur að bráðnauðsynlegt er að halda áfram og klára þetta dæmi. Buxurnar atarna voru númer 38 sem ég hélt að ég myndi aldrei aftur komast í um ævina.

Föstudagur 4. nóvember 2005 kl. 11:56

Einn vinnufélagi minn hefur tekið upp á því að koma með óvandaða snepla og dreifa um boð kennarastofunnar. Venjulega læt ég sem ég sjái þetta ekki, fletti þó Hér og Nú í fyrsta sinn á ævinni í gær og verð að segja að sjaldan hef ég séð jafn vonlausar ekki-fréttir ... en ástæðan fyrir að ég sá þína undurfögru ásjónu (+ kropp) í óvandaða sneplinum var að góður kollegi minn vakti athygli mína á þessu. Sá veit að við erum (a.m.k. stundum :) vinkonur ...

Föstudagur 4. nóvember 2005 kl. 20:06

Heh, ég man nú ekki eftir því að við höfum verið "ekki vinkonur" en hinsvegar er ekki skemmtilegra að takast á um sjónarmið og skoðanir við nokkurn mann;-) Hvarflar ekki að mér að vinskapur okkar byggist á sameiginlegum skoðunum, held frekar að hann byggist á dásemd þess að hafa mismunandi skoðanir og vera til í að takast á um þær í góðum glímum að hætti fornmanna þó í orðum sé en ekki fangbrögðum;-)

Mánudagur 7. nóvember 2005 kl. 09:43

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.