« DV - sjálfsmorð og mannvirðing | Aðalsíða | Nýr vinnustaður »

Fimmtudagur 12. janúar 2006

Lesblinda

Lesblinda er einn af þeim örðugleikum sem margir eru að glíma við og því miður virðist allt of oft skilningur manna að um einhverskonar greindarskort sé að ræða en það er alls ekki. Nú hafa rannsóknir sem betur fer aukið skilning á fyrirbærinu og því að skarpgreint fólk getur átt við þetta að stríða. Auðvitað er eftirsóknarvert að allir skrifi fullkomið íslenskt mál en það geta einfaldlega ekki allir. Eitt af lögunum sem ég samdi á diskinn okkar Gísla sem heitir Tilveran er einmitt lag um lesblindu sem ég kalla Orð. Mér finnst það nokkuð laglegt lag og lýsa því sem um er að ræða. Ég tel brýnt að við vinnum að því að við einbeitum okkur að stuðningi við fólk með lesblindu og einnig því að sýna því skilning og ætlast ekki til að allir skrifi fullkomlega. Skilningur er fyrsta atriðið.

kl. |Pólitík

Álit (2)

Valgerður:

Hlakka til á eftir þegar ég get sett hljóðið á tölvuna og hlustað á lagið sem án efa er fallegt eins og hin lögin.
Já maður verður að gæta að sér að setja ekki samasem merki á milli lesblindu og greindar!!!! Líka gott að minna sig á að fólk er ekki lesblint vegna leti.
Ég hlakka til að spóka mig á Akureyri í næstu viku og er njóta þess að vera bara nemandi í nokkra daga;o)
Knús og snókossar frá Snæfellsnesinu Valgerður

Fimmtudagur 12. janúar 2006 kl. 13:00

Blessuð líttu við ef þú hefur tíma;-)

Fimmtudagur 12. janúar 2006 kl. 18:15

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.